23.5.2022 | 20:53
Ný Eldvörp í pípunum?
Í flugi lágt yfir norðurjaðar Dyngjujökul nokkrum dögum fyrir uppgötvun, sem mælingatæki færði jarðvísindamönnum um kvikugang sem lengdist í norðausturátt undir jöklinum, sást lítil gígaröð og hrauntröð norðan við jökuljaðarinn, sem myndast hafði í eldgosi fyrir um tveimur öldum
Nafn hennar reyndist vera Holuhraun og sjá mátti sandi orpið hraun, sem komið hafði upp í gosinu forðum.
Það var mikið að gera hjá jarðeðlisfræðinum dagana á undan í umbrotahrinunni í Bárðarbungu, og fram að henni höfðu vísindamenn talið svæðið milli Dyngjujökuls og Öskju frekar tilheyra áhrifasvæði Öskju en áhrifasvæði Bárðarbungu.
Annað kom í ljós nokkrum dögum seinna og næstu mánuði rann margfalt stærra nýtt Holuhraun, það stærsta sem runnið hefur hér á landi eftir Skaftárelda 1983.
Landrisið nú við Þorbjörn er undir hraunum sem runnu meðal annars úr gígarððinni Eldvörpum, sem nær langleiðina frá sjó í áttina að Svartsengi.
Í Holuhrauni kom hraun upp að hluta til í nýjum gígum inni í þeim gömlu, en meiriparturinn kom upp úr nyjúm gígum utan gamla Holuhrausins.
Íslenskar eldstöðvar eru til alls líklegar eins og sést viða á forsögunni, til dæmis í og við Heklu og í Ódáðahrauni.
.
Ný gögn sýna glöggt það ris sem á sér stað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.