Löng og fjölbreytt saga um "aðskilnaðarsinna."

Saga svonefndra "aðskilnaðarsinna" í alþjóðastjórnmálum er orðin býsna löng og fjölbreytt og virðist engan enda ætla að taka. 

Hún hefur gerst í fleiri en einni heimsálfu, samanber skiptingu Indlands og stofnun sérsakts Suðurríkjasambands í Bandaríkjunum í Þrælastríðinu. 

Einna stórbrotnust varð þessi saga í lok Heimsstyrjaldarinnar fyrri, þegar stórveldi á borð við Austurríki-Ungverjaland og Tyrkjaveldi liðuðust í sundur og fjölmörg ný ríki, grundvölluð á vilja aðskilnaðarsinna, svo em Tékkóslóvakía, Júgóslavía, Pólland, Eystrasaltsríkin, Finnland og Ísland fengu sjálfstæði. 

Þessar ríkjabreytingar áttu rót í tillögum Wilsons Bandaríkjaforseta í fjórtán liðum, sem í styrjaldarlok voru ýmist teknar til greina eða beygaðar og sveigðar eftir vilja sigurvegaranna í stríðinu. 

Landsvæði færðust á milli landa svosem með samningunum um ný landamæri Þýskalands og Danmerkur, þar sem Slésvík varð hluti af Danmörku á ný. 

Þýskumælandi aðskilnaðarsinnar í Súdetahéruðum Tékkóslóvakíu áttu stóran þátt í aðdraganda Seinni heimstyrjaldarinnar. 

Eftir þá styrjöld léku aðskilnaðarsinnar enn á ný stórt hlutverk í skiptingu Jógóslavíu í ný ríki. 

Ekki má gleyma deilum um Írland og Spán, en á Spáni hefur andstaða aðskilnaðarsinna í Baskalandi og Katalóníu verið bæld niður. 

Fjölbreyntin hefur verið mikil í þessum sviptingum öllum, nú síðast í Úkraínu og aðskilnaðarsinnar ýmist haft sitt fram eða ekki. 

 

 


mbl.is Segir Úkraínu eiga að afsala sér landsvæði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

https://kjarninn.is/skodun/medreidarsveinar-putins/

Aðskilnaðarsinnar? Menn á borð við Pál Vilhjálmsson hafa, án þess að svitna, borið sögufalsanir um hinn rússneska Krímskaga (land Krímtatarana) o.s.frv. á borð og sannfært ólíklegasta fólk. Útrýming Stalíns á milljónum Úkraínumanna fyrir rúmum sjö áratugum er léttvæg fundin. Þá fluttu tryggir kommúnistar til Úkraínu í þeirra stað og eru afkomendur þeirra nú nefndir „aðskilnaðarsinnar“. 

Einar S. Hálfdánarson (IP-tala skráð) 24.5.2022 kl. 23:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband