Í aðdraganda Eyjafjallajökulsgossins, sem stóð í ellefu ár, var skipulega unnið að gerð viðbragðsáætlana, sem geta gert gagn síðar meir ef gýs þar á ný,
Sama á við áætlanir varðandi stórfelld áhrif Kötlugosa með hamfarahlaupum, sem geta farið í þrjár áttir frá jöklinum og lagst yfir blómlegt hérað í Rangárvallasýslu.
Hekla getur gosið hvenær sem er.
Öræfajökull er virkt eldfjall og sum gos ur honum geta verið stórgos, svo sem gosið mikla 1262, sem eyddi blómlegri byggð.
Á Reykjanesskaga standa virkjanir heits og kalds vatns á hraunum og Grindavík, Vogar, Hafnarfjörður, Garðabær og Reykjavík standa að meira eða minna leyti á hraunum, sem hafa runndið á síðustu árþúsundum.
Enginn veit hvenær, hve mikið eða hvar gýs næst og aðgerðarleysi í málum sem þessum er ekki í boði í raun.
Eldgosið raunverulega ógnin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Já, það er hætt við því að það gjósi einhvers staðar einhvern tímann. Og lítið hægt að gera annað þegar óvissan er algjör en gera áætlanir og vona að þær komi að gagni og að ekki komi til þess að þeirra verði þörf.
Vagn (IP-tala skráð) 28.5.2022 kl. 03:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.