Þokusælast er snemmsumars; þá er sjórinn svalastur.

Hafgola svonefnd er oft knúin af hlýju uppstreymi lofts vegna sólar inn til landsins. 

Éf Suðurlandsundirlendið hitnar af sterkri sól, stígur heita loftið upp vegna léttleika síns og við það sogast rakft loft af hafi, jafnvel vestur við Faxaflóa, inn í það rými, sem heita loftið skildi eftir sig allt að 50 til 100 kílómetrum austar. 

Rakinn i hafloftinu þéttist við kólnun og myndar þoku, sem nær oft austur að Hengli og Bláfjöllum en þornar við að fara niður Suðurlandsmegin. 

Þegar kvöldar, lækkar sólin, sem oft tekst að seinka myndun þokunnar meðan hún er hæst á lofti og geislun hennar á ströndina og landið mest. 

Hitamunur hafsins og landsins er mestur snemma á vorin þegar sjórinn er enn svalastur eftir veturinn og þokurnar eru því algengastar á vorin.  

Þegar líður fram á sumarið er sjórinn orðinn hlýrri og því sjaldnar þoka en var fyrr um vorið. 


mbl.is Hlýtt loft og vindur af hafi veldur þokunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband