Lítt skiljanlegar fréttir af gaga heilbrigðismálum.

Í dag má sjá minnst þrjár lítt skiljanlegar fréttir af heilbrigðismálum okkar Íslendinga. 

Af viðtengdri frétt er það að skilja að Krabbameinsfélagið ætli að hætta við að veita Landsspítalanum 450 milljón króna fjárframlag vegna þess að sú fjárveiting muni ekki rata á þann stað sem henni er ætlað, heldur hverfa inni í kerfinum. 

Önnur lítt skiljanleg frétt er af manninum sem er haldið inni árum saman á geðsjúkrahúsi við aðstæður, sem séu gersamlega óboðlegar, af því að heilbrigðiskerfið eigi enga úrlausn til fyrir þennan sjúkling sinn. 

Ekki er að heyra að skoðað hafi verið hvort eða hvernig nágrannaþjóðir okkar leysa hliðstæð vandamál, heldur velkist þetta mál árum saman í okkar glataða kerfi. 

Upplýst er að mönnun á bráðadeild Landsspítalans sé komin niður fyrir það sem gerist í verkfall, slíkt sé brottfall starfsfólks sem hrekst frá aðstæðum sem eru óforsvaranlegt ástand og hafi í raun verið í áraraðir vegna örtraðar af fólki, sem jafnvel þarf að bíða eftir afgreiðslu í allt að hálfan sólarhring. 


mbl.is Boð um 450 milljónir dregið til baka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

 Svo var einnig frétt í dag um að vel gengi að manna hjá Ísavía.

Getur verið að laun í ferðageiranum séu meira heillandi en hjá heilbrigðisstarfsfólki?

Hvað er í gangi?

Er mönnunarvandi hjá tanlæknum?   Nei svo virðist ekki vera.

Manneskja sem þarf að fara í liðskiptiaðgerð ákveður að hætta endalausri biðinni og greiðir fyrir aðgerðina hjá einkaaðila rúma miljón og sparar þar ríkinu tæpa milljón miðað við að fara til Svíþjóðar í sömu aðgerð. Fyrir utan að létta á biðlistum.  Af hverju greiðir ríkið þó ekki a.m.k. það sem sparaðist fyrir viðkomandi?

Getur verið að ríkisvæðing heilbrigðikerfisins sé með það í kyrkingartaki?

Bjarni G. Bjarnason (IP-tala skráð) 1.6.2022 kl. 23:51

2 identicon

Hún er orðin þreytt þessi vælufrétt af starfsmönnum heilbrigðiskerfisins.  Jafnvel þreyttari en vælufréttirnar af kennurum.

Staðreyndin er sú að laun hjúkrunarfræðinga og kennara eru ekki verri en hjá lögfræðingum og viðskiptafræðingum hjá ríkinu.  Það virðist þó sem sumar vælandi starfsstéttir fái meiri hljómgrunn hjá fjölmiðlum en aðrar, kannski vegna þess að þetta eru kvennastéttir.

Bjarni (IP-tala skráð) 2.6.2022 kl. 00:08

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Pistillinn er skrifaður á grundvelli fjölmargra heimsókna á bráðadeildina allt frá árinu 2015. 

Ummæli um "væl" og "kvenna"stéttir sýna ákveðna fordóma, því aldrei kvartaði nokkur starfsmaður um ástandið við mig, þótt þetta hraksmánarlega ástand blasti við öllum, sem á deildina komu. 

Ómar Ragnarsson, 2.6.2022 kl. 13:23

4 identicon

Það eru margir undir álgi í sínu starfi.  Það vantar fleiri til að sinna verkefninu o.s.frv.  en það eru helst einhverjar kvennastéttir sem hlaup með það í fjölmiðla að þær valdi ekki verkefninu og gefist upp.

Kallaðu það fordóma ef þú villt,en staðreyndirnar tala sínu máli.

Bjarni (IP-tala skráð) 2.6.2022 kl. 19:10

5 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Með því að dæma þetta mál út frá kyni starfsfólks en ekki viðfangsefnum og aðstæðum er verið að hjóla í manninn en ekki boltann.  

Á þessum vettvangi sem bráðadeildin er verið að tefla um líf og heilsu fólks en ekki um peninga eða þrætubókarlist eins og hjá viðskiptafræðingum og lögfræðingum.  

Ómar Ragnarsson, 2.6.2022 kl. 20:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband