Þarf að kanna þessi mál sem ítarlegast, samanber gamall garður við Vík.

Þótt ljóst sé að engin leið sé til þess að setja upp varnir á öllum hættuslóðum nálægt nývöknuðu umbrotasvæði á Reykjanesskaga, er nauðsynlegt ætti samt að vera að finna út, hvort til séu afmörkuð tilefni til þess. 

Dæmi um slíkan varnargerð er allhár varnargarður, sem gerður var milli svonefnds Höfðabrekkujökuls og hinna fornu sjávarhamri þar fyrir ofan. 

Garðinum var ætlað að vera fyrirstaða gegn hugsanlegu hamfarahlaupi vegna Kötluhlaups, en  í meira en heila öld hefur þessi öfluga elstöð ekki gosið eins og búist hafði verið við. 

Hið skondna er einnig, að malaraldan Höfðabrekkujökull dregur nafn sitt af því, að hamfarahlaupið í gosinu 1918 bjó hana til, og að hún er mun hærri og margfalt stærri en garðurinn góði. 

Jökullinn hefur rýrnað síðan 1918 svo að það er ekki víst að nýtt hamfarahlaup í gosi verði jafn öflugt og hlaupið fyrir rúmri öld. 

Af því kann því að leiða að garðurinn sé nægilega hár til að standast næsta gos, ef og þegar af því verður. 


mbl.is Skynsamlegt að bíða með varnargarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband