Áhrifaríkasti viðburður Íslandssögunnar?

Öldum saman var Hekla frægasta tákn Íslands í augum útlendinga og svo áhrifaríkt fyrirbæri, að jafnvel var talað um að fjallið væri fordyri helvítis. 

Eldgosið 1783 í Lakagígum olli dauða milljóna manna víða um heim vegna neikvæðra áhrifa móðunnar frá gosinu, sem barst um alla jörðina og varð meira segja að einni undirrót frösku stjórnarbyltingarinnar. 

En þá voru aðstæður nútímans í fjarskiptatækni, fjölmiðlun og samgöngum löngu ókomnar og því hafa fyrrnefndar staðreyndi ekki komið til fulls í ljós fynn en nú. 

Gosið í Eyjafjallajökli var margfalt minna en Skaftáreldarnir og önnur stórgos íslensk, eins og til dæmis Grímsvatnagosið 2011, en áhrif þess á samgöngur og efnahagslíf á alþjóðavísu urðu samt meiri en af nokkrum sambærilegum viðburði á okkar tímum. 

Í fyrsta sinn í sögu Íslands varð nafn landsins á allra vörum um allan heim og sumarið 2010 varð ekki þverfótað hér á landi fyrir fjölmiðlamönnum úr öllum heimshornum sem úðuðu fréttum sínum yfir mannkynið. 

Í kjölfarið fór mesti uppgangstími hér á landi í efnahagsmálum, jafnvel enn meiri en í Seinni heimsstyrjöldinni. 

Áhrif gossins virðst nú vera svo mikil, að vegna mikillar innviðauppbyggingar geti ferðaþjónustan náð sér furðu fljótt á strik á ný. 

Þessi áhrif verða seint fullmetin. 


mbl.is Gosið í Eyjafjallajökli hafði áhrif
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband