9.6.2022 | 12:54
Lýðheilsan látin víkja?
Í þjóðarbúskap er lýðheilsa mikilvægur þáttur og hún er til dæmis aðalatriðið í starfi og umsögnum alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar.
Þegar sú stofnun skoðar mismunandi kosti, sem snerta lýðheilsu, er það númer eitt að lýðheilsu sé gætt í forgangi.
Þetta á við hvað varðar framleiðslu, sölu og notkun áfengra drykkja.
Tvö mál hér innanlands snerta lýðheilsu um þessar mundir, annars vegar frumvarp dómsmálaráðherra og hins vegar það að selja áfengan bjór á leikjum á vegum KSÍ.
Formaður KSÍ orðaði í sjónvarpsviðtali þá breytingu, sem þar væri gerð, sem tilraun til að breyta fjölskylduskemmtun yfir í stórt partí með vínveitingum og framtíðin láta svara því, hvernig til tækist.
Í umræðunni hefur orðið lýðheilsa lítt verið nefnd, atriðið sem ræður venjulega áliti Aþjóðlegu heilbrigðismálastofnunarinnar þegar hún gefur það út.
Sterkustu rök hennar fyrir áliti eru yfirleitt þau, að ekki sé mælt með atriðum, sem skaði lýðheilsu eins og aukin áfengisneysla.
Í því sambandi er oft nefnt sem mótrök, að peningalegir hagsmunir og aukið frelsi skuli vega þungt, en þá gleymist oft að leggja heilsfarslegan kostnaðarauka á vogarskálarnar.
Algjör stefnubreyting í áfengismálum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.