Ný og afar lúmsk aðferð virkjanafíkla.

Undanfarin misseri hafa sprottið upp tugir hugmynda um nýjar vatnsaflsvirkjanir, sem vegna fáránlegs lagaumhverfis geta risið ef þær eru minni en 10 megavött. 

Fáránleikinn felst meðal annars í því að það fari eftir túrbúnustærð hve miklum umhverfisspjöllum virkjanir valda og er það enn eitt dæmið um það hvernig allt er gert til þess að skoða virkjanirnar sem mest út frá sjónarmiðum þeirra sem virkja. 

Ef virkja á Hverfisfljót, sem rennur um sama svæði og Skaftáreldahraunið eystra gerði, væri eðlilegast að nefna virkjunina Hverfisfljótsvirkjun og hanna hana í samræmi við það og raunveruleg umhverfisáhrif hennar. 

En virkjanafíklarnir hafa fundið aðra aðferð til að koma sínu fram og kalla virkjun sína Hnútuverkjun, sem segir nákvæmlega ekki neitt um það, hvað á að virkja, en það er hluti Hverfisfljóts sem nægir fyrir 10 megavatta afl til að byrja með, en getur síðar meir kallað á aðra eða aðrar 9,9 megavatta virkjanir annars staðar í sama fljótinu með samtals meiri umhverfisspjöllun en ein eða tvær stórvirkjanir. 

Allt tal um að virkja Hverfisfljót eða Skaftá er forkastanlegt og matið, sem gert hefur verið á vegum virkjanaaðilans á Búlandsvirkjun, er skelfileg hrákasmíð.

Með báðum virkjununm er ráðist gegn einhverjum ómetanlegustu náttúruverðmætum Íslands, sem eru sköpunarverk sjálfra Skaftáreldanna í formi hrauna og gíga ef einstæðri stærð og umfangi. 


mbl.is Kæra Hnútavirkjun til að vernda verðmæta náttúru
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband