Skárra er seint en aldrei að koma skikki á rafhlaupahjólin.

Í góðviðrinu í dag hefur mátt sjá mikla umferð rafhlaupahjóla á ferð á rafreiðhjólinu Náttfara milli eystri hluta Grafarvogs og Skeifukerfisins. 

Fróðlegt hefur verið að bera þessar tvær gerðir rafknúinna hjóla saman. 

Á rafreiðhjólinu er jafnan verið með lokaðan hlífðarhjálm, í sérstökum vélhjólaklossum á fótum með hnjáhlífum auk vélhjólahanska með árekstraverjum. 

Allan ferðatímann voru hins vegar alls konar rafhlaupahjól á ferðinni og enginn með hlífðarhjálm eða aðrar varnir, og fullt af krökkum, alveg niður fyrir tíu ára aldur á harðaspani yfir hvaða gatnamannvirki sem í vegi urðu, þvers og kruss. 

Mörg þeirra voru á langtum meiri hraða en 25km/klst. 

Tillögur um reglur og úrbætur sýna ekki aðeins, að skikki verði að koma á ofannefnt, heldur einnig á hegðun fullorðinna, svo sem ölvun.  

Þetta er búið að dragast allt  of lengi en skárra er seint en aldrei, enda vel hægt að læra af þeirri reynslu annarra þjóða sem komin er. 


mbl.is Settar verði reglur um rafhlaupahjól
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sævar Helgason

Nú staldra ég við :
Rafreiðhjól sem hingað eru flutt inn og seld eru reiðhjól þar sem hægt er um rafmótor að auka afl á petalaástigið -oftast 4 stig 
Eitt (nautral) stigið gerir hjólið að venjulegu hjóli
Síðan er nokkrir handvirkir gírar eftir til hraðaaukningar.
Það verður alltaf að hjóla-ef hjólið á að hreyfast.
Ég er búinn að eiga svona hjól í 5 ár og hjólað á þeim tíma um 7600 km í misjöfnu og innan og utan byggða
Við notkun nota ég venjulegan reiðhjólahjálm,létta reiðhjólaskó og föt eftir veðri Á veturna nota ég negld gróf dekk.
Hámarkshraði með rafafli er 25 km/klst en hægt að komast jafn hratt samt og á venjulegu reiðhjóli- þá er það eigið afl.
Þessi lýsing hjá þér á búnaði við rafreiðhjólun er mér mjög framandi- minnir á skellinöðrubúnað eða rafhjól 

Sævar Helgason, 11.6.2022 kl. 14:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband