Illskiljanlegt afrek.

Áður hefur verið minnst lítillega á ferðalög yfir Grænlandsjökul á þessari bloggsíðu og tæpt á ýmsum atriðum varðandi ferðalög um jökul, sem er 25 sinnum stærri en Vatnajökull og næstum tvöfalt hærri yfir sjó að meðaltali. 

Í bókinni "Ljósið yfir landinu" er í einum kaflanum fjallað um það fyrirbæri hvernig stærqð jökulsins og bjagar bæði litaskyn og hæðarskyn þeirra, sem um jökulinn fara. 

1999 dvöldu hjón á sumrin í DYE-2 stöðinni til þess að veita bandaríska hernum aðstoð vegna lendingaræfinga Lockheed Hercules skíðaflugvéla á jöklinum. 

Ekki veit ég hvort eða hvenær þessi starfsemi lagðist af. Hitt veit ég að stóri skriðjökullinn, sem fara þarf á leiðinni frá Kangerlussuaq, var þannig yfirferðar, að þeir Höskuldur Tryggvaon og Halldór Meyjer hafa verið fullsæmdir af því út af fyrir sig. +

En eins og sést á kortinu í viðtengdri frétt er sá hluti ferðar þeirra aðeins lítið brot miðað við ferðalagið stóra norður allan jökulinn. 

Áskoranirnar og erfiðleikarnir sem þeir yfirunnu á því ferðalagi er afrek, sem torvelt er að gera sér grein fyrir, svo framúrskarandi var það í alla staði, og maður grípur andann á lofti.  


mbl.is Á drekum norður ísbreiðu Grænlandsjökuls
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband