Minni gat munurinn ekki verið.

"Dómarinn er hluti af vellinum." "Völlurinn er hluti af leiknum." Hve oft hafa þessi spekiorð ekki fallið. "Hvort liðið átti frekar skilið að sigra?" 

"Hvorugt, það eru mörkin sem telja." 

Í fornsögum var sagt: "Spyrja skal að leikslokum en ekki vopnraviðskiptum."

Í landsleiknum við Ísraelsmenn í kvöld hefði mátt bæta við setningunni: "VAR er hluti af leiknum."

kaldhæðnislegt er að atriði, sem tók frá okkur sigurinn, skyldi á vissan hátt líta út sem sárabót vegna þess hve litlu munaði að við sigruðum.

En einhverjir líta kannski þannig á málið að það hafi verið merki u lánleysi liðsins.  

En svona er fótboltinn og slík atriði geta líka verið hluti af leiknum. 

 


mbl.is Held að það sé ómögulegt fyrir VAR að dæma þetta mark
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband