Einu sinni trúðu menn því ekki að gervigreindar skáktölva gæti mátað Kasparov.

Lengi vel var svonefnd Háskólatölva sú öflugasta hér á landi, og sagt var að stærstu tölvur heims fylltu heil herbergi hver. 

Síðan þá hafa framfarir á þessu sviði verið svo miklar að örtölvur af smæstu gerð eru margfalt öflugri en þær stærstu á þeim tíma þegar það þótt óhugsandi að skáktölva hefði roð við heimsmeistanum í skák. 

Annað kom á daginn og tapið fyrir tölvunni var mikið áfall fyrir snallasta skákmeisara þess tíma. 

Á næsta ári verða liðin 40 ár síðan mannkynið var hættast komið varðandi það að fá yfir sig óvænt gereyðingar kjarnorkustríð fyrir hreina slysni. 

Á tölvu á Kyrrahafsströnd Rússlands sáust margar eldflaugar koma að austurströnd Rússlands og bar þetta með sér að því er virtist pottþétta tákn um yfirvofandi kjarnorkuárás frá Bandaríkjunum.  

Samkvæmt verklýsingu bar vaktmanninum, sem fékk þessa vitneskju skylda til að láta yfirmenn kjarnorkuherafla Sovétríkjanna vita, svo að þeir gætu verið nógu snöggir til að senda eldflaugar á loft í gagnárás. 

Hnn vissi, að mestar líkur yrðu á því að vegna tímaskorts yrðu viðbrögðin þau að taka enga áhættu á því að aðvörunin byggðist á réttum gögnum og þar með yrði ekki aftur snúið. 

Hann ákvað því að hunsa reglurnar. og sem betur fór kom í ljós að tölvukerfið hafði gefið ranga aðvörun.  

Þetta er það næsta sem mannkynið hefur komist því að kalla yfir sig gereyðingu í kjarnorkustríði.  

Á þeim 40 árum, sem liðið hafa frá þessu atviki hefur þróuninni í tölvum fleygt fram af þvílíku afli að enginn skyldi gera gys af þeirri hættu að tölvur kynnu að taka upp á því að taka völdin af mönnunum, sem smíðuðu þær. 

Nú er búið að reka sérfræðinginn, sem hefur blásið í flautu um þetta efni. 

Rússinn, sem bjargaði mannkyninu 1983 var líka rekinn. 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


mbl.is Sendur í leyfi eftir fullyrðingar um gervigreind
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

On 26 September 1983, Stanislav Petrov, a lieutenant colonel in the Soviet Air Defense Forces, was the officer on duty at the Serpukhov-15 bunker near Moscow which housed the command center of the Soviet early warning satellites, code-named Oko. Petrov's responsibilities included observing the satellite early-warning network and notifying his superiors of any impending nuclear missile attack against the Soviet Union. If notification was received from the early-warning systems that inbound missiles had been detected, the Soviet Union's strategy was an immediate and compulsory nuclear counter-attack against the United States (launch on warning), specified in the doctrine of mutual assured destruction.

Shortly after midnight, the bunker's computers reported that one intercontinental ballistic missile was heading toward the Soviet Union from the United States. Petrov considered the detection a computer error, since a first-strike nuclear attack by the United States was likely to involve hundreds of simultaneous missile launches in order to disable any Soviet means of a counterattack. Furthermore, the satellite system's reliability had been questioned in the past. Petrov dismissed the warning as a false alarm, though accounts of the event differ as to whether he notified his superiors or not after he concluded that the computer detections were false and that no missile had been launched. Petrov's suspicion that the warning system was malfunctioning was confirmed when no missile in fact arrived. Later, the computers identified four additional missiles in the air, all directed towards the Soviet Union. Petrov suspected that the computer system was malfunctioning again, despite having no direct means to confirm this. The Soviet Union's land radar was incapable of detecting missiles beyond the horizon.

It was subsequently determined that the false alarms were caused by a rare alignment of sunlight on high-altitude clouds and the satellites' Molniya orbits, an error later corrected by cross-referencing a geostationary satellite.

In explaining the factors leading to his decision, Petrov cited his belief and training that any U.S. first strike would be massive, so five missiles seemed an illogical start.  In addition, the launch detection system was new and in his view not yet wholly trustworthy, while ground radar had failed to pick up corroborative evidence even after several minutes of the false alarm.

Rússinn, sem bjargaði mannkyninu 1983 var ekki rekinn.

Vagn (IP-tala skráð) 23.6.2022 kl. 16:22

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Petruv var víst refsað fyrir óhlýðnina og liðu mörg ár þar til hann fékk leiðréttingu sinna mála. 

Ómar Ragnarsson, 23.6.2022 kl. 21:30

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Höfum þetta nákvæmara við nánari upprifjun. Petrov var ávíttur fyrir viðbrögð sín og fékk áminningu.  Hann var lækkaður í tign og setur fyrir tímann á eftirlaun. 

Ómar Ragnarsson, 23.6.2022 kl. 21:43

4 identicon

Ekki samkvæmt Petrov, en það er hægt að finna viðtöl við hann tekin eftir hrun Sovétríkjanna. Vestrænir fjölmiðlar voru ekkert að vanda sig of mikið þegar kom að umfjöllun um stjórnarfar í Sovét og hvernig stjórnvöld fóru með þegnana. Hafa skal það sem svertir meira var víst ritstjórnarstefna hjá mörgum. Fréttum frá þeim stað og tíma er því best tekið með fyrirvara.

Og flestir sem þekktu til voru ekkert undrandi yfir sigrum tölvu. Spurningin var aldrei hvort tölva mundi getað sigrað bestu skákmenn heims heldur bara hvenær. Í dag getur þú svo fengið skákforrit í snjallsíma sem auðveldlega mundi sigra Kasparov og tölvurnar sem hann tefldi gegn, og tekið myndir af fjölskyldunni, spilað Bubbalag og athugað með veðrið á meðan.

Vagn (IP-tala skráð) 23.6.2022 kl. 22:50

5 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ekki veit ég hvað þú ert gamall, Vagn, en ég er nógu gamall til að muna eftir fyrstu "öfurtölvunum" og háskólatölvunni, sem notuð var í fyrstu kosningasjónvarpsþáttum RÚV þegar tölvutæknin var ljósárum lakari en síðar varð.   

Ómar Ragnarsson, 24.6.2022 kl. 23:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband