Mörkin tvö, sem skópu sigur gegn Norðmönnum.

Örn Steinsen var einn af mönnunum, sem skóp svonefnt "Gullaldarlið KR, sem, ef rétt er munað, varð svo ósigrandi á blómatíma sínum í kringum 1960, að það vann Íslandsmeistaratitilinn með fullu húsi stiga. 

Örn og Ríkarður Jónsson skópu tvö af stórkostlegustu mörkum íslenskrar landleikjasögu i landsleik við Norðmenn a þann hátt að þau voru nánast nákvæmlega eins, en það fyrra var dæmt ógilt, en hið síðara ekki!

´Örn skóp færið með flottum einleik upp hægri kantinn og gaf þaðan frábæra langa sendingu þvert yfir á Ríkarð Jónssonm, sem þar stökk öllum hærra og skallaði boltann óverjandi í markið.

En dómarinn dæmdi markð ógilt og áhorfendur bauluðu hressilega yfir því að sigurmark væri dæmt ógilt. 

En, vti menn, nokkru síðar gerðist nákvæmlega það sama, Örn Steinsen sleit af sér Norðmenn a hægri kantinum og gaf nákvæmlega eins langa og hárnákvæma draumasendingu alla leið yfir á Ríkarð Jónsson, sem enn stökk manna hæst og hamraði boltann ógnarfast og óverjandi í markið, sigurmark í tvennum skilnngi og það á óviðjafnanlegan hátt. 

Það er mikill ljómi yfir þeim knattspyrnumönnum KR, Skagamanna, Fram, Vals og síðar Víkings sem skópu gullaldarliðin á árunum 1955 til 1975.


mbl.is Andlát: Örn Steinsen
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband