13.7.2022 | 09:38
Nýtt, margra alda tímabil eldvirkni, hófst í fyrra?
Ein staðreynd blasir við á Reykjanesskaga eftir Geldingadalagosið í fyrra:n Átta alda tímabili með engu gosi á skaganum lauk, þótt undantekning kunni að hafa orðið vorið 1783 með smágosi út af Reykjanesi.
Nú þarf að hefja stórfellt og markvisst rannsóknarstarf; eins konar framhald vinnu Axels Björnssonar fyrir þremur áratugum, þar sem unnið er úr öllum þeim sviðsmyndum nýrra eldgosa um allan skagann, sem mögulegar kunna að vera, og haga fyrirbyggjandi varnaraðgerðum í samræmi við þessa vinnu.
Hún snertir alla þætti þjóðlífs yfirggnæfandi meirihluta þjóðarinnar, sem býr á þessu öfluga eldvirknissvæði og mannvirki þess, allt frá Hellisheiði og leiðum nýrra hrauna niður í Elliðavog út á Eldeyjarsvæðið út af Reykjanesi.
Líkur á framhaldi Reykjaneselda í vetur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.