90 sm vaðgeta er afrek, en svigrúm til breytinga fyrir jöklaferðir virðist lítið.

Nýi Land Rover Defender jeppinn er náskyldur Discovery tæknilega, sem gefur marga kosti, en líka lakari möguleika á breytingum fyrir jöklaferðir miðað við gamla Defender, sem var á heilum öxlum allt frá fyrstu bílunum 1948 og með möguleika til að hækka yfirbygginguna á grindinni til að auka rými fyrir 38 tommu hjólbarða og stærri fyrir jöklaferðir. 

Einnig er svigrúm fyrir langa slaglengd fjöðrunar hjólanna meiri á jeppum með þessu gamla lagi eins og Jeep Wrangler.Wrangler,Goðasteinn.

Wrangler er auk þess ódýrari en Defender. 

Auk þess er nýjasta breytingin á þeim jeppa fólgin í að hefja að hluta til innrás rafknúinnar orku í jöklajeppa.  

Vaðgeta torfærujeppa hefur yfirleitt verið innan við 50 sm fram að þessu, þótt finna megi jeppa með 70 sm vaðgetu, svo að 90 sm vaðgetan á nýja Defender verður að teljast tæknilegt afrek. 

 


mbl.is Hulunni svipt af Defender 130
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband