Hvað líður Árósarsamningnum?

Á síðasta áratug 20. aldarinnar, þegar aðildarríkjum að ESB fjölgaði, var svonefndur Árósarsamningur um aðild náttúruverndar- og umhverfissamtak að framkvæmdum með umdeilanlegum umhverfisáhrifum lögtekinn í hinum nýju ríkjum, sem mörg hver voru í Austur-Evrópu. 

Hér á landi voru lappirnar hins vegar dregnar svo mjög, að samningurinn hafði enn ekki verið fullgiltur hér þegar Gálgahraunsdeilan stóð árið 2013. 

Í meðförum samningsins á Alþingi sáu "lagatæknar" andstæðinga samningsins um að útvatna hann sem mest, svo að hann yrði helst aldrei að gagni í þeim tilgangi, sem liggur á bak við hann. 

Nú, meira en tveimur áratugum eftir að samningurinn fékk brautargengi í mörgum löndum, virðist krafan um svonefnda "lögaðild" ennþá á einhverju undarlegu róli. 

Fróðlegt væri að vita hver staða hans raunverulega er á því herrans ári 2022. 


mbl.is „Svolítið eins og að berjast við vindmyllur“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvað líður Árósasamningnum, segi ég.

Björn S. Stefánsson (IP-tala skráð) 18.7.2022 kl. 09:44

2 identicon

Ef það er skilningur einhverra að Árósarsamningurinn gefi hvaða saumaklúbb sem er frítt spil til að tefja allar framkvæmdir út í það óendanlega þá er það mikill misskilningur. Og það að vera á móti einhverju gerir engan sjálfkrafa að lögaðila máls, það er ekki á neinu róli.

Vagn (IP-tala skráð) 18.7.2022 kl. 11:18

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Í Gálgahraunsmálinu fengu erfingjar eigenda eyðijarða í fyrirhuguðu vegstæði viðurkennda lögaðild, en félög, sem voru enginn "saumaklúbbur", heldur hundruð útivistarfólks og náttúruverndarfólks, sem notaði svæðið til útivistar, náttúruskoðunar og heilsubótar, fengu ekki lögaðild. 

Með veginum var stígakerfið í hrauninu, þrungið stórbrotinni sögu fyrri alda eins og heiti þeirra bar með sér, rist í sundur.   

Ómar Ragnarsson, 18.7.2022 kl. 12:32

4 identicon

Það sem hefði þurft til er að þessi hundruð útivistarfólks og náttúruverndarfólks, sem notuðu svæðið til útivistar, náttúruskoðunar og heilsubótar hefðu eingöngu notað þetta svæði og engin önnur. Og notkunin væri töluvert meiri en tvær skipulagðar gönguferðir á ári um svæðið. Þú vildir ráða einhverju og teljast lögaðili þó þú hafir sennilega ekki komið á svæðið oftar en tvisvar eða þrisvar um ævina fyrir mótmælin, eins og margir af útivistarfólkinu og mótmælendunum.

Vagn (IP-tala skráð) 18.7.2022 kl. 14:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband