Sólarhrings rugl um lendingarstað flugvélar síversnar.

Sólarhring eftir að flugvél var lent á sunnanverðu fjalllendinu milli Eyjafjarðar og Skagafjarðar fer ruglið í fréttum jölmiððlanna um lendingarstaðinn enn versnandi. 

Fýrst var sagt í fréttum að lent hefði verið "við Akureyrarflugvöll", en síðar breyttist frásögnin í það að lent hefði verið í Tungudal á Öxnadalsheiði, sem er kolrangt, því að fjall skilur á milli Öxnadalsheiðar og Tungudals.  

Í dag hefur ruglið síðan stórversnað, því að nú er talað um að lent hafi verið á Nýjabæjarfjalli, sem er 30 kílómetrum sunnar en Öxnadalsheiði. 

Og Tungudalur tilheyrir alls ekki Öxnadalsheiði.

Á ódýru og handhægu íslensku vegakorti í góðum mælikvarða þar sem landinu er skipt í 25 svæði, er nafnalisti þar sem sagt er að Nýjabæjarfjall sé á korti 23 í reit T7. 

En Öxnadalsheiði og Tungudalur eru hins vegar á korti númer 7!

  

 


mbl.is Hefja rannsókn á nauðlendingunni á næstu dögum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband