Þarf að stytta áfangana og auka fjölbreytnina í hraðhleðslu.

Það er gríðarlegur stærðarmunur og verðmunur á milli öflugustu rafbílanna og þeirra ódýrustu og sparneytnustu. 

Landslag og byggðadreifing hamlar líka rafbílanotkuninni á vissum svæðum, svo sem á Vestfjörðum og á svæðinu frá Mývatni austur á Egilsstaði. 

Á síðastnefnda svæðinu hamlar bæði leiðarinnar yfir sjó og langir áfangar. 

Ódýrustu rafbílarnir þurfa meiri lagni við aksturinn og val hleðslustöðva en dýrari bílar. 

Meira að segja eru í framleiðslu rafbílar, sem ekki hafa búnað fyrir annað en hleðslu úr almenna kerfinu af því að það er svo dýrt að bjóða bílinn með hraðhleðslubúnaði. 

Slíkir bílar, sem kosta nýir innan við 3 milljónir, nýtast því fyrst og fremst til nota innan svæðis með nokkura tuga kílómetra radíus, kannski hámark við Borgarnes, Hveragerði, Reykjanesbæ og Selfoss.  

Þyngd rafhlaðnanna og takmörk í innviðakerfi rafhleðslustöðva er helsta vandamál rafbíla. 

Ríflega 90 kílóvattstunda rafhlöður vega 600 kíló og þar liggja viss mörk.  

Þetta kallar á það að forgangshraða innviðauppbyggingu framar öllu öðru. 


mbl.is Kemst maður lengra á rafbíl í sumar?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Einu gleyma menn í þessari umfjöllun. 2022 árgerðirnar hafa mun meiri drægni á hleðslunni. Horfði á myndband á Youtube þar sem fjallað var um bíla sem koma á markaðinn í haust og lengsta drægnin á bíl var 730 km.

Jósef Smári Ásmundsson (IP-tala skráð) 25.7.2022 kl. 09:00

2 identicon

Það er næsta víst að þetta hefur komist til skila; er það ekki. En kannski þú bætir þriðju endurtekningunni við?

Þorvaldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 25.7.2022 kl. 12:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband