Hinum ljóslausu virðist fjölga þessa dagana.

Það hefur verið áberandi í umferðinni að undanförnu hve mjög þeim bílum fjölgar, sem eru ljóslausir að aftan. 

Þetta er meira að segja áberandi á rafbilum, þar sem ekki ætti að skorta rafmagnið fyrir nýjust gerðir LED-ljósa. 

En svo mikið gildi hefur notkun rafmagnsins,  að það er eins og ökumönnum þeirra sé þessi hlutfallslega litla eyðsla þyrnir í augum. 

Margir nýjustu bílarnir eru þannig búnir, að þeir eru skær stöðuljós að framan, og hægt er að hafa þau ein og sér logandi á sama tíma og ekkert afturljós logar. 

Hvergi er að sjá að neitt sé gert til eftirlits í umferðinni með þessum skorti á ljósanotkun. 

En til hvers eru ljósin þá í umferðinni?


mbl.is Besta veðrið í skjóli á Suðurlandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Tók það ekki nærri rúmlega hálfa öld að komast að þeirri niðurstöðu að ljós að framan allan sólarhringinn mundu gera allt betra? Það var sett í lög, en er búið að bæta ljósum að aftan í þau lög? Eða er það bara eitthvað sem einhverju möppudýri þótti sniðugt en enginn hefur haft fyrir því að gera að skyldu? 

Ljós eru fyrst og fremst ætluð og hugsuð til þess að sjá það sem framundan er. Væru þau hugsuð sem aðvörun til annarra bílstjóra þá væru þau staðsett á toppnum en ekki niðri við veg.

Vagn (IP-tala skráð) 29.7.2022 kl. 17:58

2 Smámynd: Grímur Kjartansson

Evrópusambandið telur ekki ástæðu til að hafa ljós kveikt að aftan

enda flestar götur vel lýstar í Evrópu
svo þetta er allt í samræmi við ESB reglur

Grímur Kjartansson, 29.7.2022 kl. 19:18

3 identicon

Það er svolítið fyndið að það geta verið nokkir bílar í röð á undan þér

og sá eini sem er með logandi afturljós er af eldri gerð.Án gamans þá er

er ekkert grín að vera á eftir ljóslausum bílum að aftan í þoku og myrkri. 

magnús marísson (IP-tala skráð) 29.7.2022 kl. 19:25

4 Smámynd: Hallgrímur Hrafn Gíslason

Það var sett í lög að aka með aðalljós kveikt við akstur, Vagn. Ekki ljós að framann 

Hallgrímur Hrafn Gíslason, 30.7.2022 kl. 09:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband