10.8.2022 | 23:56
Gerist svipað hér og í Þrándheimi?
"Sorgarsaga frá Þrándheimi" vekur upp spurningar um það hvort hliðstæðu sé að finna hér á lanndi og hvort þróunin sé sú, að svipað muni gerast hér.
Í viðtengdri frétt á mbl.is er velt upp nokkrum árstæðum: Skortur á peningum, skortur á starfsfólki eða skorður á einhverju öðru.
Nú er það svo, að dæmi eru um svipað hér á landi varðandi fjárveitingar og starfsfólk.
Hefur það verið rakið hér á síðunni, hvernig málum var þannig háttað ó október fyrir nokkrum árum, að fjárveiting fyrir athugun á gáttaflökti var á þrotum tveimur mánuðum fyrir jól og einfaldasta ráðið tekið; að hætta rannsóknum þessa mánuði og byrja aftur á nýju fjárhagsári.
Dæmið gekk samt ekki alveg upp, því að gáttaflökt getur valdið heilablóðfalli, og þannig fór fyrir einum af skjólstæðingum þessa einfalda kerfis.
Úrslit þess máls, óvinnufær maður í endurhæfingu á Grensásdeild mánuðum saman varð auðvitað margfaldur kostnaður!
Í málinu í Þrándheimi er ekki enn búið að finna út hvort eða hvernig það hefur gestað gerst, sm olli því að vistmaður á hjúkrunarheimili virðist hafa soltið í hel og dáið úr þorsta.
Er nefnt flækjustig þess að 27 afleysingamenn komu við sögu hjá manninum í þrjár vikur
Sorgarsaga frá Þrándheimi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.