11.8.2022 | 19:51
Hvað um áframhald sviðsmynda Axels Björnssonar fyrir aldafjórðungi?
Fyrir um það bil aldarfjórðingi var Axel Björnsson jarðfræðingur beðinn um að gera sviðsmyndir um möglegar hamfarir á Reykjanesskaga og leggja með því fyrstu drög að viðbragðsáætlunum vegna þeirra.
Ef rétt er munað, skipti Axel starfi sínu í tvennt, annars vegar hamfarir sunnan Hafnarfjarðar og hins vegar hamfarir norðan Hafnarfjarðar.
Út úr þessu kom viðbragsæfing sunnan Hafnarfjarðar, en umfangið norðan Hafnarfjarðar virtist verða svo margfalt stærra, einkum vegna miklu meiri fjölda íbúa, að ekki var lagt í neitt á því svæði!
Síðan þetta gerðist hefur verið hrúgað mikilli byggð á svæðið á Völlunum og í Helluhverfinu, svo að það yrði að taka þetta allt til nýrrar skoðunar nú.
Eftir stendur, að fyrir aldarfjórðungi þótt ástæða til að fara að huga að þessum málum, þótt engin merki væru þá um að átta alda hlá á eldsumbrotum væri á enda.
Eðlileg spurning gæti því verið sú, hvort sé ekki enn frekari ástæða til að setja kraft í að skoða þessi mál nú en gert var þó í lok síðustu aldar.
Þó ekki væri með öðru en að skoða hvort hægt sé fyrirfram að leggja ljósleiðara nógu langa leið í jörð við Suðurstrandaveg, að jarðeldurinn næði ekki að eyðileggja hann?
Tvær vikur versta sviðsmyndin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Væri ekki einfaldara, ódýrara og hættuminna að leggja bara loftlínu? Eins væri hægt að nota örbylgju og sleppa alveg öllum línum undir eða yfir glóandi hraunið. Að koma merkjum frá A til B yfir glóandi hraun er ekki neitt vandamál og þarf ekki að kosta mikið. Tæknin er önnur nú en hún var fyrir aldarfjórðungi.
Vagn (IP-tala skráð) 11.8.2022 kl. 21:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.