16.8.2022 | 09:08
Lækkandi haustsólin lætur vita af sér.
Um þetta leyti árs er sólargangur orðinn jafn lágur og hann var í lok apríl í vor og þetta segir óhjákvæmilega til sín þegar nóttin er orðin lengri og útgeislun frá jörðinni er mikil í næturmyrkrinu undir heiðum himni.
Aðeins hin eðlisfræðilega tregða veðurbreytinga árstíðanna hamlar því að ekki kólnar meira og hraðar í veðurfarinu.
Hásumar í meðalhita er í kringum 20. júlí en ekki á sumarsólstöðum mánuði fyrr, og vorkomunni seinkar þannig að hún er að meðaltali í kringum sumardaginn fyrsta en ekki mánuði fyrr, á vorjafndægrum.
Og þökk sé þessari tregðu stórra massa gegn breytingum, einkum massa hafsins, er fyrsti vetrardagur mánuði eftir haustjafndægur.
Frosin jörð í Reykjavík | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sæll Ómar.
Stuttur en prýðilegur pistill!
Ferðalangar leika við hvurn sinn fingur á Reykjanesi.
Mér er spurn: Skyldi allur sá söfnuður flykkjast norður
þar sem eru Heiðarsporðar og Krafla?
Húsari. (IP-tala skráð) 16.8.2022 kl. 09:41
Takk fyrir að minna okkur á næturfrostið sem lætur á sér kræla snemma síðsumars.
Aðalbláberin láta ekki lengi bíða eftir sér að tína, sama á við sólber og rifsber í görðum. Krækiberin eru viðkvæm og dafna misjafnlega ef lítill sól. Smáfuglarnir eru margir farnir til meginlandsins og kroppuðu rifsberin sem varla voru orðin rauð. Margir segja að myrkvið sé nauðsynlegt til að ná háþroska berja?
Fegurstu augnblik á myrkum næturhimni hef ég upplifað ofan við Dagverðarnes á snæfellsnesi í lok ágúst. Hér er náttúran að sýna sitt fegursta og margt verður einstakt síðsumars þegar ferðatími stendur sem hæst.
Sigurður Antonsson, 16.8.2022 kl. 11:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.