"Seljum fossa og fjöll, föl er náttúran öll!"

Þessa dagana linnir ekki nýjum fréttum af stórfelldum umsvifum til að seðja sívaxandi orku- og neysluþörf mannkynsins með því að flytja milljónir tonna af íslensku hráefni þúsundir kílómetra með tilheyrandi mengun. 

Skammsýni nútíma jarðarbúa fer nú líka hamförum hér á landi á fleiri sviðum, því að það er ekkert nærtækara orð en hamfarir sem hægt er að nota yfir hinar hrikalegu háu tölur, sem menn nota um allar risa fyrirætlanirnar eins og tugi vindmillugarða sem framleiði tíu sinnum eða tuttugu sinnum meiri orku en nemur allri núverandi orkuframleiðslu. 

Og kalla á þá framtíðarsýn, að 95 prósent allrar orku landsins fari til stóriðju í eign útlendinga, en aðeins 5% til íslenskra fyrirtækja og heimila. 

 

Vindmyllugarðarnir hér heima eiga að verða uppi á það háum fjöllum margir hverjir, að spaðarnir munu ná upp fyrir hæstu fjöll, eins og til dæmis á Brekkufjalli í Hvalfirði. 

Við nánari athugun kemur í ljós að spaðarnir stór tætast í sundur á 10 til 15 árum og dreifast sem eitraðar öragnir um umhverfið, auk þess sem farga þarf þeim og urða.   

Hvergi í öllum þessum ósköpum örlar á öðru en ítrusu skammsýni. Meira að segja þjóðþrifafyrirtæki eins og skógræktin stendur víða að miklu raski á jarðvegi, sem mun jafnvel auka kolefnisfótspor en minnka, einmitt á næstu árum, þegar mest er þörf á að koma á kolefnisjöfnun sem fyrst. 

Flosi Ólafsson heitinn söng á sínum tíma þriggja ljóðlína texta sinn við lag Magnúsar Ingimarssonar: 

"Seljum fossa og fjöll!

Fðl er náttúran öll! 

Og landið mitt taki tröll!" 


mbl.is Tuttugu milljarðar fást fyrir jarðefni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er ekki rakið að selja borsvarf úr jarðgöngum fyrir vestan og austan til steypugerðar í útlandinu?   Grafa göngin frítt?

Svo má stalla eða slétta út eitt og eitt fjall sem er fyrir!

Bjarni G. Bjarnason (IP-tala skráð) 19.8.2022 kl. 13:55

2 identicon

ps.  Þetta er svona eins og forðum þegar berserkir voru nýttir til vegagerðar!

Bjarni G. Bjarnason (IP-tala skráð) 19.8.2022 kl. 13:56

3 identicon

Nú vill svo til að við kaupum ekkert nema selja eitthvað. Í dag fjúka yfir fjöll og firnindi sjúkrabílar og þyrlur sem ekki verða veidd úr vindinum. Og út í sjó flæðir viðhald vega og menntun kennara því ekki má hefta för rennandi vatns.....Sem er allt í lagi ef fólk vill áfram bjóða öldruðum skort og skerðingar og sínum börnum og barnabörnum fallegar ár og ósnortin fjöll frekar en heimsins bestu heilbrigðisþjónustu og menntun.

Vagn (IP-tala skráð) 19.8.2022 kl. 16:59

4 identicon

Hér áður fyrr tíðkaðist að stórþjóðir og nýlenduveldi mergsugu vanþróaðar

og fátækar þjóðir með aðstoð innlendra meðreiðarsveina. Í hvaða flokk mun

nú Ísland fara miðað við öll þau ósköp sem upp eru ?

magnús marísson (IP-tala skráð) 19.8.2022 kl. 19:49

5 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Aðeins fimmtungur íslenskrar orku fer til íslenskra fyrirtækja og heimila, en aðal mergsugan með 80 prósent er stóriðjuna og nýjasti námugröfturinn sem fer sívaxandi, rafmyntarnotkunin.  

Ómar Ragnarsson, 20.8.2022 kl. 12:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband