Orkumál eru helsti eldsmatur nútímahernaðar.

Orkulindir og orkumál verða æ meiri ógn við heimsfriðinn eftir því sem óhjákvæmileg þurrð auðlinda jarðar nálgast af völdum óstöðvandi neyslufíknar jarðarbúa. 

Þegar Rússar réðust inn í Úkraínu 24. febrúar sl. var stærsta kjarnorkuver Evróppu auðvitað efst á lista þeirra frá fyrstu klukkustundum innrásarinnar. 

Af því leiddi auðvitað hernaðarátök um kjarnorkuverið sem eru sívaxandi ógn í stórum hluta Evrópu í formi mesta umhverfisslyss Evrópu. 

Senn gengur vetur í garð og Rússar munu vafalaust beita skæðasta vopni sínu, heljartök á orkunotkun Evrópu.  

Þeir stefna líka leynt og ljóst að því að ná völdum yfir orkulindum fyrrum sovétlýðvelda og orkuflutningum þaðan til bæði suðurhluta og norðurhluta Evrópu.  

Allt þetta er gríðarlegur eldsmaur, ekkert síður en helstu olíulindir heims í Arabalöndum. 

 

 


mbl.is Stórslysi af völdum geislunar afstýrt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Olían hefur kostað margan blóðdropann.

Hörður Þormar (IP-tala skráð) 26.8.2022 kl. 21:09

2 Smámynd: Sævar Helgason

" Heldur keyri ég bensínlaus en að skipta við þessa andskota"
sagði kallinn, þegar bensíndropinn hækkaði .

Hann verður dýr dropinn í Evrópu í vetur  

Sævar Helgason, 26.8.2022 kl. 22:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband