Tilhlökkunarefnið í vörn?

Um ár og aldir hefur það verið tilhlökkunarefni á góðum sumrum að fara í berjaferð. Á síðsumrum var að auki hlakkað til töðugjalda og síðar til gangna og rétta. 

Það er synd að frétta af því að nú sé víða sótt að berjaferðunum. 

Í "sveitinni minni" hér forðum tíð voru þetta einkum þrjár til fjórar gjöfular berjslautir í fjallinu sem bjuggu til hina ljúfu stemningu sem hafði berjabláar varir sem einkenni. 

Er vonandi að svo sé enn.  

Það er að vísu ágætt út af fyrir sig að eiga völ á því ak kaupa berjaskyr í búðum, en samt verður að óska hinni gömlu hefð velfarnaðar eins ög öðrum góðum hefðum. 


mbl.is Segja sjarmann farinn af berjatínslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband