8.9.2022 | 18:19
Elísabet og Georg faðir hennar vörpuðu nýju ljósi á konungdæmi.
Þegar Játvarður 8. konungur sagði af sér völdum, tók Georg 6. við og margir töldu þá, að konungsveldið í Bretlandi ætti ekki langa lífdaga fyrir höndum.
Mörgum öldum fyrr hafði William Shakespeare lýst valdatigninni svona: "Sumir fæðast tignir, sumir afla sér tignar, og tigninni er troðið í suma."
Goorg konungur var óframfærinn og stamaði og sýndist mörgum að orðum skáldsins um að tigninni væri troðið í suma ætti við Georg.
En á styrjaldarárunum stóð Georg sig vel í því að samsama sér einkar vel þjóð sinni og gera kounugsfjölskylduna að afar þýðingarmiklum hluta þjóðarinnar með mun meiri árangri og sóma en jafnvel færustu stjórnmálamönnum hefði tekist.
Þegar útlitið var svartast í orrustunni um Bretland hafnaði konungur því alveg að flýja land, og hikaði ekki við að skoða rústirnar eftir loftárásir Hitlers í London, þár sem meira að segja féll sprengja rétt við Buskingahamhöll þar sem hann dvaldi.
Arftaki hans, sem nú er fallinn frá, ólst upp við þetta á unga aldri og tókst að afla sér mikillar virðingar, þrátt fyrir ýmis vandræðamál í konungsfjölskyldunni.
Karli þriðja Bretakonungi er mikill vandi á höndum, ekki síður en Georgi afa hans þegar hann tók við.
Elísabet drottning látin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.