9.9.2022 | 22:50
Þjóðþekktir menn hafa setið sem sýslumenn nyrðra.
Það er vel við hæfi að Sýslumaður Íslands hafi aðsetur á Húsavík.
Þar sat til dæmis Júlíus Hafstein faðir Jóhanns Hafstein sem var alþingismaður og forsætisráðherra, og eitthvað kom skáldjöfurinn Einar Benediktsson við sögu.
Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu situr í Kópavogi en ekki í Reykjavík og sýslumannsembætti á Vestfjörðum sér um verkefni tengd bifreiðaskráningu í landinu.
Þrátt fyrir allt færði Covid okkur ekki bara vandræði, heldur varpaði ljósi á nýja möguleika varðandi fjarvinnu og margt fleira.
Sýslumaður Íslands verður á Húsavík | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Síðast þegar ég endurnýjaði vegabréfið tók það einhverja klukkutíma hjá sýsla í kópavogi. Áður hafði það tekið mínútur hjá sýsla í Hafnarfirði. Þessi samþjöppun er ekki gerð almenningi til hagsbóta heldur hindrana.
Bjarni (IP-tala skráð) 10.9.2022 kl. 03:36
Þetta tók nokkrar mínútur hjá mér um daginn.
Ómar Ragnarsson, 10.9.2022 kl. 06:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.