Einn merkilegasti listflugmaður heims.

Þegar Magnús Norðdahl flugstjóri er allur er rétt að halda því sérstaklega á lofti, að þegar litið hefur verið yfir það sem sýnt er á helstu flugsýningum heimsins, standa tvö nöfn upp úr; nafn Magnúsar og nafn Bob Hoovers, sem gáfu elli kerlingu svo langt nef í listflugsatriðum, að einstætt er á heimsvísu. 

Fram að áttrætt sýndi Hoover atriði, sem enginn flugmaður annar, hvorki ungur né gamall, gat leikið eftir honum. 

Og langt fram á níræðisaldur sýndi Magnús atriði á borð við hið tékkneska Lomcovac og meira að segja mörg afbrigði af því, sem enginn annar íslenskur flugmaður gat leikið eftir. 

Að leiðarlokum er ljúft og skylt að þakka honum fyrir einstök viðkynni auk þass að halda afrekum hans sérstaklega á lofti.  


mbl.is Andlát: Magnús Norðdahl flugstjóri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband