Heilsugæslan gefur og tekur.

Öldruðum fjölgar, lyfjum fjölgar, verkefnum heilsugæslunnar og velferðarkerfisins þar með. 

Vaxandi eftirspurn af ýmsu tagi kallar á dýrari lækningar og betur launað starfsfólk. 

Allt er þetta og meira til óhjákvæmilegt og ábyrgðarhluti að hörfa undan því verkefni að tryggja góða þjónustu með þeim fjárveitingum og þeim launum, sem til þarf.  

Samkvæmt skýrslu OECD vanræktu Íslendingar þá hlið í áratug og súpa sem því nemur seyðið af því. 


mbl.is Stefnum í sama ástand og Noregur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll.

Þessi vandi hefur verið mörg ár í burðaliðnum. Þessi vandi er að verulegu leyti læknumm að kenna. Þeir hafa komið þvi þannig fyrir að afar tímafrekt er að afla sér læknismenntunar og ennfremur eru mjög fá pláss til þess á Íslandi.

Hvers vegna er ekki hægt að ljúka fullgildu læknisfræðiprófi með sérhæfingu á 5-6 árum eins og í svo mörgum öðrum fögum? Læknisfræði er ekkert öðru vísi en önnur fög hvað þetta varðar. 

Hver er lausnin? Semja við HR og HA um að opna þar nám í læknisfræði. Fjölga þarf plássum svo Íslendingar geti lært læknisfræði á Íslandi. Sama gildir um hjúkrunarfræði. 

Þessi vandi verður ekki leystur með því að henda stöðugt meira fé í hann - það hefur verið reynt undanfarin ár og með öllu  mistekist. 

Helgi (IP-tala skráð) 16.9.2022 kl. 08:24

2 identicon

Hárrétt athugað hjá Helga.

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 16.9.2022 kl. 08:49

3 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Til hamingju með daginn Ómar.

Magnús Sigurðsson, 16.9.2022 kl. 17:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband