19.9.2022 | 14:07
Ekki veitir af eflingu hraðhleðslustöðvakerfisins.
Líklega er hraðhleðsluþjónustan aðal hindrunin í vegi greiðrar útbreiðslu rafbíla hér á landi.
Þess vegna er sú viðbót, sem auglýst er í viðtengdri frétt, mjög kærkomin til að vinna bug á helsta vandanum, sem er kannski ekki skortur á hleðslustöðvum, heldur drægniskvíðinn svonefndi hjá rafbílaökumönnum.
Þótt drægni rafbílanna sjálfra hafi tekið risastökk fram á við á örfáum misserum, þurfa hleðslustöðvarnar að dreifast nógu mikið til þess að þorfin fyrir afnot af þeim verði í samræmi við mismunandi aðstæður hjá rafbílum, sem eru á ferðinni hverju sinni.
Athygli vekur hve afskiptir Vestfirðir eru og fleiri löng bil með engum eða örfáum stöðum er að sjá þegar kort yfir landið eru skoðuð.
Mikið verk er framundan ef hraði nauðsynlegra orkuskipta á að vera nægur.
20 nýjar hraðhleðslustöðvar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það þýðir lítið að bæta við hraðhleðslustöðvum og ekki heldur setja gjald á bensín- og dísilbíla meðan það vantar rafmagn. Nú þegar verðið á rafmagnsbílum hækkar um 40% eftir nýárið er það líka eingöngu á færi efnameiri einstaklinga að kaupa rafmagnsbílinn. Það eru nokkur ár í að verðið á rafbílum verði sambærilegt og bara betra að bíða.
Jósef Smári Ásmundsson (IP-tala skráð) 19.9.2022 kl. 14:49
Það vantar ekki rafmagn til íslenskra fyrirtækja og heimila eins og sífellt er klifað á, heldur sýnir samfelldur vöxtur rafnotkunar stóriðjunnar og gagnaveranna, að í raun er þetta skortur á rafafli til að knýja óseðjandi vöxt í námagreftri rafmynta gagnavera sem heimta sitt.
Ómar Ragnarsson, 19.9.2022 kl. 16:00
Eins og ég les mér til skaða rafbílar umhverfið á margan hátt.
Björn S. Stefánsson (IP-tala skráð) 19.9.2022 kl. 16:13
Nei, Það er rétt hjá þér en það stendur reyndar svolítið tæpt en það vantar umframrafmagn til t.d. orkuskipta. Er sammála þér með gagnaverin. Það á ekki að veita rafmagni til þeirra.Stóriðjan hefur ekki verið að bæta við orkunotkun en það eru kannski áætlanir um það.
Jósef Smári Ásmundsson (IP-tala skráð) 19.9.2022 kl. 17:16
Þá þarf líka að virkja talsvert meira.
Gott væri líka að fá ann möguleika í rafbílana að geta bara skift um batterí. Taka tómu úr, og fá hlaðin í staðinn, það ætti að taka styttri tíma en að hlaða batteríin í bílunum sjálfum.
Kostnaðurinn er svo aftur vandi sem aldrei hverfur - rafbíll kostar alltaf verð bensín/dísel bíls + kostnaðurinn við að aka bensín/díselbíl 100.000 km. Svona ca.
Það er vegna þess að orkan sem fer í að framleiða rafhlöðurnar er slík.
Þetta breytist ekki í bráð.
En gefum okkur að Íslendingar hefi allir efni á þessu. Eða jafnvel bara 10% þeirra. Þá þarf að virkja meira.
Ásgrímur Hartmannsson, 19.9.2022 kl. 19:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.