Dreifbýli Evrópu í brennidepli á stóru dreifbýlisþingi í Póllandi.

Dreifbýlisfélög í rúmlega 40 löndum í Evrópu hafa um það samvinnu að halda fjögurra daga langt þing eða ráðstefnu á tveggja ára fresti til að fjalla um þau málefni sem brenna mest á evrópsku dreifbýli.DSC00247

Þessi þing hafa spannað mun fleiri lönd en eru í ESB, nokkur þeirra austan Evrópu, en á þinginu nú vantaði nokkrar þjóðir frá áhrifasvæði Rússa.  

Þingið sátu meira en 400 fulltrúar þátttökuþjóðanna.

Af Íslands hálfu sátu nokkrir fulltrúar samtakanna Landsbyggðin lifi, skammstafað LBL.

Þau samtök hafa tekið þátt í fyrri þingum og sérverkefnum af ýmsu tagi með öðrum evrópskum aðilum. DSC00249

Fyrri þing voru haldin í Stokkhólmi, Brussel, Sharding í Austurríki 2015, Venhorst í Hollandi 2017, Candás á norðurströnd Spánar 2019 og í síðustu viku í Kielce í sunnanverðu Póllandi, sem er 200 manna borg í um 200 kílómetra fjarlægð frá landamærunum við Úkraínu.  

Síðan 2017 hefur orðið mikil breyting á helsta umræðuefninu á þessum þingum. 2017 fóru umhverfismál að setja vaxandi mark á umræðuna,

2019 voru þau orðin að meginstefi, og 2022 eru þau orðin að aðal málefninu. 

Úkraínustríðið hefur aukið mjög gildi dreifbýlis og matvælaframleiðslu Evrópu og af Íslands hálfu hefur verið reynt að gera málefni strandþjóða að stærra atriði á síðustu þingum. DSC00251

Í loftslagsmálunum hefur skort á umfjöllun um súrnun sjávar í drögum að stefnuyfirlýsingum síðustu þinga, og hefur dugað vel af hálfu Íslands, að varpa ljósi á og útskýra það, hvernig Ísland er á marga lund eins og lifandi rannsóknarstofa í loftslagsmálunum, þar sem hlýnun loftslags hefur mun fjölbreyttari og margslungnari áhrif hér á landi en kannski í nokkru öðru landi. 

Margt athyglisvert var að sjá í Póllandi og meðal annars vakti ráðstefnuhöllin sjálf athygli fyrir það, að með því að hanna hana sem ráðstefnuhús eingöngu, er úrval fundarsala og herbergja einkar mikið.  

Ein myndin hér á síðunni verður af litlum fundarsal í turni ráðstefnuhallarinnar. DSC00236

Mikið var fjallað um frumkvöðlafyrirtæki og gildi hugvits í eflingu dreifbýlisins, sem nú hefur fengið stóraukið vægi i matvælaframleiðslu heimsins. 

Lítið dæmi um hugvit má sjá á mynd af setubekk á lestastöðinni í Varsjá. 

Setbekkur, sem tæki tíu manns á Íslandi, er hannaður þannig að hann taki 20 manns, ef setið er bak í bak, eins og gert er fjærst á bekknum. 

Með þessu eru bök þeirra, sem sitja á bekknum,  gerð að sætisbökum á einkar einfaldan og þægilegan hátt. 

Og að sjálfsögðu eru ekki aðeins leigð út rafhlaupahjól, heldur líka rafreiðhjól með farangurskörfum. Leiguhjól í Varsjá

Miklar framfarir hafa greinilega orðið á mörgum sviðum í Póllandi síðustu áratugi, og til dæmis eru lestarsamgöngurnar nýtískulegar og þægilegar. 

Fyrir aðeins tveimur áratugum var smábíllinn Fiat 126, sem hafði  gælunafnið "Maluch", þjóðartákn Póllands líkt og Bjallan í Þýskalandi og Trabant í Austur-Þýskalandi og var "Lilli" afar áberandi víða, enda framleiddar tæpar fjórar milljónir af honum. 

Nú er "Maluch" að því er virðist gersamlega horfinn og sást ekki einn einasti á ferð á ferðum okkar um svæðið milli Varsjár og Kíelce og þar aústur af. 

Þetta voru magnaðir örbílar en huggun er þó að eiga tvo slíka á söfnum uppi á Íslandi. 

 


mbl.is Gert ráð fyrir 150 fyrirtækjum í Laugardalshöll
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigríður B Svavarsdóttir

Takk Ómar fyrir að skrifa um þingið sem við í LBL tókum þátt í nú í 4 sinn. Já það er fróðlegt og skemmtilegt að taka þátt í svona byggðarþingum sem mikill metnaður er viðhafður.

Sigríður B Svavarsdóttir, 19.9.2022 kl. 22:12

2 identicon

Það hlýtur að vera til "Maluch" þing. Áhugamenn um hin ýmsu hobbí, hluti, gróður og dýr halda gjarnan þing.

Vagn (IP-tala skráð) 20.9.2022 kl. 00:04

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Er samt ekki dreifbýli Evrópu sem hundruð milljónir manna lifa í heldur stærra í sniðum en einn útdauður smábíll?

Ómar Ragnarsson, 20.9.2022 kl. 00:48

4 identicon

Áhugamönnum um smábílinn finnst e.t.v. fjarlægðir milli fólks ekki merkilegt þingmál.

Vagn (IP-tala skráð) 20.9.2022 kl. 03:42

5 identicon

Flott grein, mætti kannski aðeins fjölga íbúum í Kielce.

Vigfús Ingvar Ingvarsson (IP-tala skráð) 22.9.2022 kl. 19:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband