Gamalkunnugt hræðslustef kyrjað.

Um síðustu aldamót var það hræðslustef óspart spilað, að ef ekki væri virkjað stanslaust og stærst hér á landi skylli á kreppa og atvinnuleysi. 

Þegar spurt var á móti, hvað tæki við þegar búið væri að virkja allt virkjanlegt var svarið það, að þá værum við dauðir og kæmi málið ekki við. 

Sumir bættu í og sögðu að okkur varðaði ekkert um komandi kynslóðir, því að þær hefðu aldrei gert neitt fyrir okkur. 

Þegar ofurlítill slaki myndaðist í virkjanasókninni í kjölfar hrunsins kom hins vegar í ljós að ferðaþjónustan gaf okkur ekki einasta mesta efnahagsvöxt sögunnar, heldur einnig mesta atvinnuuppbyggingu og virðisauka og hagvöxt fyrir þjóðarbúið. 

Nú er aftur farið að kyrja gamla virkjanasönginn og sagt að það þurfi að tvöfalda orkuframleiðsluna, og að það þurfi vegna íslenskra heimila og fyrirtækja, þegar við blasir, að stóriðjan og námagröfrur fyrir rafmynt er aðalástæðan. 


mbl.is Skortur á raforku gæti ógnað hagvexti á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hallgrímur Hrafn Gíslason

Fljótandi kjarnorka leggst við höfn

Nýir kjarnaofnar sem grundvallast á fljótandi salti eru svo litlir að þeim má koma fyrir á pramma. Þessi fljótandi kjarnorkuver geta lagst við bryggju í stórborgum heimsins og framleitt það rafmagn sem sólar- og vindorka getur ekki annað.

Svona verður framtíðin eftir 4 ár, segja danskir

 

Hallgrímur Hrafn Gíslason, 24.9.2022 kl. 11:44

2 identicon

Það er ómerkilegur málflutningur að vitna í ummæli fárra öfgafullra einstaklinga og þínum málflutningi ekki til framdráttar.  Ferðaþjónustan skapar að mestu störf fyrir ómenntaða útlendinga á lágmarkslaunum og skapar mikið álag á grunnstoðir samfélagsins.

Stóriðja skapar störf fyrir menntað fólk og borgar hæðstu laun á landinu fyrir ómenntað starfsfólk.  Annars sammála þér með námagröftin.  Slík starfsemi á ekkert erindi hingað, orkufrekur og skapar fá störf.

Bjarni (IP-tala skráð) 24.9.2022 kl. 13:00

3 identicon

Á austurlndi eru fyrirtæki eem nýta raforku,og td Alcoa þsr eru um  10000 störf sem væru ekki eystra nema með tilkomu virkjuna ,Sjávarútvegurinn notar mikla raforku,og þar eru laun gó líkt og hjá ALCOA,er þessi gagrýnisplata þí ekki að verða komin í gat svo þú getir fundið eitthvað annað til að bölsótast út í en ekki á landsbyggðini.

ææ (IP-tala skráð) 24.9.2022 kl. 16:36

4 identicon

Mannkynið þarfnast meiri orku. Ef hætt verður að nota jarðefnaeldsneyti, kol, olíu og gas, þá mun sú þörf aukast gífurlega.

Því miður hafa vonir manna um kjarnorkuna brugðist hrapalega. Væntingar um Þóríum sem orkugjafa í kjarnaofnum munu einnig hafa dvínað. Enn standa þó vonir til að hægt verði að virkja kjarnasamrunann, en það gerist ekki á næstu áratugum.

Ef hætta á að nýta jarðefnaeldsneyti og kjarnorku, þá verður ekki hjá því komist að virkja þá orkugjafa sem fyrir hendi eru: jarðvarma, vatnsfallsorku, sjávarföll og sólar- eða vindorku.

Við Íslendingar eigum víst ekki mikið afgangs af sólskini en við eigum gnægð af jarðvarma, vatnsorku og vindi. Það er mikið og vandasamt verkefni að ákveða hvernig þá orku skuli nýta, en það verkefni verður að vinna. Það er óhjákvæmilegt, jafnvel þótt sumum þyki það sársaukafullt.  

Hörður Þormar (IP-tala skráð) 24.9.2022 kl. 18:05

5 Smámynd: Rafn Haraldur Sigurðsson

Sæll Ómar,

þetta er svolítið skrítin færsla hjá þér, Ég hef aldrei heyrt talað um að ef það yrði ekki virkjað stanslaust myndi skella á kreppa og atvinnuleysi, hvað þá að komandi kynslóðir hafi aldreigi gert neitt fyrir okkur.

Ferðaþjónustan er mikilsverð atvinnugrein og hefur bjargað miklu oft, en svo koma tímar sem vissar atvinnugreinar detta niður vegna utanaðkomandi atburða eins og þegar Covid bylgjan skall á okkur. Ferðalög lögðust af og þá voru það hinar hefðbundnu orkufreku atvinnugreinar sem héldu uppi þjóðarbúinu og atvinnu í landinu. Ríkistjórnin meira að segja gaf ferðaávísun til að reyna að halda ferðaþjónustunni gangandi og var það vel gert. 

Það eru viðsjárverðir tímar, raforka hefur hækkað í Evrópu þannig að það er ódýrara að keyra á bensíni en raforku víða í álfunni og sumstaðar er talað um að fara að brenna kolum til að bjarga málunum vegna orkuskorts.

Hér á landi þar sem við þurfum ekki að hafa áhyggjur af orkuskorti, eins og er, kaupa menn rafmagnsbíla eins og enginn sé morgundagurinn og menn kvarta yfir því að ekki sé nóg af hraðhleðslustöðvum á hringveginum. Olíufélögin og önnur fyrirtæki eru í óða önn að bregðast við þessum kvörtunum Og setja upp orkufrekar hraðhleðslustöðvar til að anna þessum óskum. 

Og svo kvartar þú, maðurinn sem hefur talað fyrir rafbílum og rafhjólum hvað mest.

P.s Ég nota lítið rafmagn sjálfur, er búinn að keyra um það bil 6000km á mínum einka dísel bíl og hjóla á vöðvaaflinu einu saman á mínju Cannondale hóli 5500km á þessu ári. 

Rafn Haraldur Sigurðsson, 24.9.2022 kl. 20:19

6 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Ómar, ekki misþyrma strámanninum svona.

Ásgrímur Hartmannsson, 24.9.2022 kl. 20:30

7 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Æ,Æ, 10 þúsund störf vegna álversins. Finnur Ingólfsson sagði setninguna um kreppna og atvinnuleysið og ummælin um komandi kynslóðir hafa birst hér á síðunni áður. 

Ómar Ragnarsson, 25.9.2022 kl. 00:09

8 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Nánar um tíu þúsund álvers-afleiddu störfin. 2017 voru íbúar Austurlands rúmlega tólf þúsund. 

Sem sagt: Hver einasti íbúi eldri allt niður í fimm ára aldur með störf vegna álversins. 

Ómar Ragnarsson, 25.9.2022 kl. 00:54

9 identicon

Allt er í heiminum hverfult og varasamt að setja öll sín egg í sömu körfuna.

Ferðaþjónustan hrundi óvænt út af covid, en náði sér strax á strik aftur.

Fiskistofnar koma og fara, stækka og minnla, eins og þeir hafa alltaf gert.

Álverin eru ekkert yfir náttúrulögmálin hafin. Það er afar misjafnt hverju þau skila til þjóðarbúsins. En oftast er það allt of lítið.

Miðað við orkuverð í Evrópu í dag, er álverið í Straumsvík líklega að borga 10-20 sinnum lægra verð fyrir rafmagnið en "eðlilegt" er. Samt eru örfá misseri síðan stjórnendur hótuðu að loka því!

Ofsagróðinn af álverunum á þessu ári verður gígantískur. Verð á hrávöru í heiminum í hæstu hæðum og raforkuverð á Íslandi það lægsta í Evrópu og álverin þar að auki með tombóluafslátt. Af þessum hundraða milljarða hagnaði verður ekki 1 króna eftir á Íslandi! Ekki 1 króna í skatt! Í besta falli fá íslenskir stjórnendur launabónusa og borga skatt af þeim.

Stefán (IP-tala skráð) 25.9.2022 kl. 08:44

10 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Sérstakt ákvæði í orkusamningnum við Alcoa undanþiggur álverið frá því að hlíta lögum um þak á þær bókhaldskúnstir sem notaðar eru í sambandi við dótturfyrirtæki erlendis til þess að tryggja það að álverið á Íslandi sé tekjuskattlaust. 

Orkusamningurinn gengur gegn því stjórnarskrárákvæði að Alþingi hafi fjárveitingarvaldið. 

Ómar Ragnarsson, 25.9.2022 kl. 16:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband