19.10.2022 | 23:39
Ronaldo talaði líka niður til Íslendinga á ósmekklegan hátt.
Cristano Ronaldo kom á hrokafullan og lítilsvirðandi hátt fram gagnvart okkur Íslendingum hér um árið þegar okkur gekk hvað best í leikjum við lið á borð enska, hollenska og argentínska landsliðið.
Hann sagði hreint út að íslenska liðið væri lélegt annars flokks lið.
Þessum hroka og yfirlæti gleyma margir Íslendingar seint. Ronaldo er það storstirni, sem hefur skorið sig úr að þessu leyti, ekki síst eftir að hann er ekki sami yfirburðamaðurinn og stórstirnið og hér um árið.
Þetta er tiltölulega sjaldgæft hjá þeim bestu sem sýna yfirleitt hógværð og kurteisi.
Ronaldo strunsaði inn í klefa fyrir leikslok | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hvernig? Hann er ekki að tala niður til Íslendinga og. Skárri er það nú viðkvæmnin! Liðsmenn hans tala saman rétt eins og Íslendingar bæði í upphitun og áður en gengið er inn á leikvanginn; Oft hafa menn í hópnum efast um auðveld úrslit þeim í vil,þegar annar grípur á lofti og segir það sem hann veit og fjöllarnir grípa þessa setningu sem lítisvirðandi!
Helga Kristjánsdóttir, 20.10.2022 kl. 01:59
Sammála Ómar.
Ég hef margoft rekist á þetta í lífinu, m.a. í mörgum íþróttum:
Þeir bestu eru yfirleitt hógværir og kurteisir. Þeir næstbestu eru oft hrokafullir egóistar.
Það er vandamál Ronaldo. Hann var alltaf bara næstbestur, Messi var bestur.
Stefán (IP-tala skráð) 20.10.2022 kl. 07:00
Þetta var ekki neitt muldur Ronaldos við liðsmenn á leið inn í leik, heldur skorinorð yfirlýsing eftir leik.
Ómar Ragnarsson, 20.10.2022 kl. 13:54
Ok ég veit þú segir satt.En hann var farinn að hita upp með (Dananum)rétt fyrir hálfleik,hver veit hvað fór á milli stjórans og hans þá,nóg að lesa.
Helga Kristjánsdóttir, 20.10.2022 kl. 15:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.