20.10.2022 | 17:55
1941 mistókst að skjóta niður Swordfish, vegna þess hve hægfleygar þær voru.
Óvenjulegir flugeiginleikar virðast stundum ráða meiru um það hvor hægt sé að skjóta niður árásarflugvélar og flugskeyti heldur en það hve hratt þær geti farið.
Þekkt dæmi úr sögunni var árás tunduskeytaflugvéla af gerðinni Fairey Swordfish, sem sendar voru til að laska Bismarck í í kjölfar orrustunnar miklu milli orrustuskipa Þjóðverja og Breta suðvestur af Íslandi.
Þetta voru gamaldags tvíþekjur og með opinn stjórnklefa eins og tíðkast hafði í Fyrri heimsstyrjöldinni, þar sem flugmennirnr tveir sátu undir beru lofti dúðaðir með skinnhúfur á höfði.
Skyttur Bismarck höfðu sökkt Hood flaggskipi breska flotans með einu skoti af löngu færi, svo að halda hefði mátt að létt verk yrði að skjóta niður hinar hlálega hægfara Swordfish vélar.
En það mistókst gersamlega, og nú snerust málin við. Það var eitt tundurskeyti, sem hæfði stýrisbúnað Bismarck, svo að hann festist og skipið gat bara siglt í hringi á sama stað og var því "sitting duck", kyrrstætt skotmark.
Skýringin á því að ekki tókst að skjóta Swordfish tvíþekjurnar niður var sú, að þær flugu svo hlægilega hægt, að miðun Þjóðverjanna varð kolskökk!
Niðurstaðan varð jafntefli hvað varðaði flaggskip stríðsþjóðanna: Ein fallbyssukúla gekk frá Hood og eitt tundurskeyti stöðvaði Bismarck.
Kannski er eitthvað svipað í gangi varðandi þá erfiðleika, sem virðast 8 árum síðar við að skjóta niður jafn hægfleygt fyrirbrigði og dróna.
Geta ekki stöðvað drónaflug | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.