20.10.2022 | 23:32
Í okkur og á eru fleiri bakteríur en nemur öllum frumum líkamans.
Þegar talað er um tólf staði á heimilinu, sem eru morandi í bakteríum, má ekki gleyma þrettánda staðnum, sem er líkami okkar sjáfra að innan sem utan.
Án bakteríugróðursins sem heldur meltingunni gangandi, gætum við ekki lifað.
Þennan fróðleik fannst mér óvænt að heyra þegar ég var eitt sinn sessunautur manns í Fokkervél frá Akureyri, fyrir tæpum þremur áratugum, sem í ljós kom að hér Karl Kristinsson og hefur síðan starfað í sérgrein sinni sem er einmitt veirufræði og baráttan við þær bakteríur, sem eru kallaðar sýklar og hann sagði þá að yrði annar aðilinn í einu helsta stríði næstu aldar, sem væri eilíft stríð sýkla og manna.
Í því stríði myndi baráttan harðna eftir því sem stökkbreytingar og fjölónæma gerði slaginn æ harðari uns hættan gæti stundum orðið sú, að lyfin yrðu að vera sífellt sterkari, allt upp í það að geta ekki drepið sýkilinn nema drepa líka hýsilinn, það er, sjúklinginn líka.
Tólf staðir á heimilinu sem eru morandi í bakteríum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.