Mikilvægi fjármálaráðuneytisins á margra vörum.

Í viðtali við Kristrúnu Frostadóttur nýkjörinn formann Samfylkingarinnar í gær lýst hún því afar skilmerkilega hvernig völd fjármálaráðherra séu svo mikil, að þau séu meiri en völd forsætisráðherra.  

Fjármálaráðherra væri í raun langvaldamesti ráðherrann og allir valdataumar lægju í gegnum hann. 

Umræðan um skiptingu ráðuneyta í kringum Guðlaug Þór og Bjarna Ben. ríma vel við þetta. 

Heilbrigðismálin og aðrir innviðir ættu allt sitt undir hinum ofursterka fjármálaráðherra, sagði Kristrún.  

Umræða af þessu tagi setur augljóslega mikið umrót og spennu inn í stjórnmálin þessar haustvikur og verður fróðlegt að sjá hvort og þá hvaða breytingar gætu komið út úr því. 


mbl.is Segir Guðlaug hafa velt fyrir sér breytingum á verkaskiptingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband