12.11.2022 | 21:39
Reykjavík hefur Hallgrímskirkju; Akureyri hafi Matthíasarkirkju.
Ekki þarf annað en að blaða í sálmabók kirkjunnar íslensku til að sjá, hvílíkt öndvegis sálmaskáld Matthías Jochumsson var. Þar fara saman bæði innihald og efnistök, sem bera af.
Sami arkitektinn, Guðjón Samúelsson, teiknaði báðar kirkjurnar sem eru helsta kennileiti höfuðstaðanna sunnan og norðan fjalla.
Ó, Guð vors lands er bæði þjóðsöngur og þjóðarsálmur og hefur sérstaan sess.
Ef hann er sunginn hægt til að undirstrika dramatík hans, verður hann að vísu ansi langur í flutningi, en hið merkilega er, að vel má stytta þennan flutning úr 1 mín og 45 sek um 40 sekúndur mínútur niður í rúma mínútu, með hraðari og hressilegri flutningi, til dæmis við landsleiki og ýmsar athafnir, og þá er hann ekkert áberandi lengri en þekktustu erlendu þjóðsöngvarnir.
Af og til koma upp raddir hér á landi að skipta um þjððsöng. Það hefur víðar komið upp, svo sem í Rússlandi eftir fall Sovétríkjanna.
En þetta gekk ekki upp hjá þeim. Þessi þjóðsöngur Sovétríkjanna var einfaldlega of góður, og lengdin aðeins rúm mínúta, þannig að nú er hann þjóðsöngur Rússlands.
Athugasemdir
Sæll Ómar.
Hafðu sæll nefnt Matthíasarkirkju jafn veltilfundið sem það er.
Einar Benediktsson heiðraði þennan skáldbróður sinn
í Héðinshöfða (Höfði í Reykjavík)á sjótugsafmælinu;
mættu Akureyringar gjöra slíkt hiða sama.
Húsari. (IP-tala skráð) 12.11.2022 kl. 22:57
Sæll Ómar
Það má einnig minnast þess að til er Hallgrímskirkja að Saurbæ, Hvalfjarðarsveit. Guðjón Samúelsson teiknaði einnig þar fyrstu hugmyndir að kirkjunni, þó einungis grunnurinn hafi verið byggður eftir þeim teikningum. Arkitektarnir Sigurður Guðmundsson og Eiríkur Einarsson teiknuðu síðan kirkjuna ofná grunn Guðjóns.
Glerlistaverk kirkjunnar er eftir Gerði Helgadóttur og hægt að eiða dögum í að skoða þá fegurð. Altaristaflan er eftir höfund sem ég kann ekki að nefna. Hún er einnig einstaklega fallegt listaverk.
Gamla kirkjan var gefin að Vindáshlíð í Kjós, þar sem félagar úr KFUM og K fá enn notið hennar.
Víst er að fátækt bændasamfélag hefði ekki haft burði til að ráðast í slíka byggingu sem Hallgrímskirkja að Saurbæ er. Ef ekki hefði komið til rausnarlegt framlag frá Lofti Bjarnasyni, kenndan við Hval, hefði þessi kirkja sennilega aldrei risið.
Kveðja
Gunnar Heiðarsson, 13.11.2022 kl. 08:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.