16.11.2022 | 08:42
Flest eftir bók hans.
Eins og spáð hafði verið hér á síðunni hefur Donald Trump kynnt framboð sitt til forseta árið 2024 þrátt fyrir muldur úrtölumanna.
Ekki virtist eldmóðurinn eins mikill í nótt og áður, þótt röð af röngum fullyrðingum vantaði ekki.
það var í stíl við eitt af atriðunum í endurminningabók hans að hann gerði nafn Ron DeSantis nú þegar að einu af helstu skotmörkum sínum sem væntanlegan keppinaut innan Repúblikanaflokksins.
Donald Trump býður sig aftur fram | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
"Röð af röngum fullyrðingum", þær verða að vera upptaldar svo þær séu sannarlega rangar en ekki deiluefni.
Ekki þarf að undra þótt keppinautar innan sama flokks berjist um útnefninguna.
Skyldi það geta verið ástæða fyrir árásum á Trump að hann ógnar vinstrimönnum enn meira en aðrir repúblikanar?
Ingólfur Sigurðsson, 16.11.2022 kl. 16:29
Dónald Trump ætti að fara að gefa sig meira að golfinu.
Hörður Þormar, 16.11.2022 kl. 17:27
Dæmi: "Hafið hækkar um fjórðung tommu á 300 árum." Endurtekið. Tóm della, ekki nokkur maður hefur haldið þessu fram. "Hæsta eldsneytisverð sögunnar í BNA". Endurtekið. Varð að minnsta kosti tvisvar hærra, 1973 og 1980.
"Eini forseti BNA, sem hefur aldrei staðið í stríði." Jæja, stríðið í Afganistan stóð alla forsetatíð Trumps. 0.s.frv, o.s.frv.
Trump ákvað að flytja herinn frá Afganistan og tímasetningu hennar, en kenndi í ræðunni Biden um allt.
Ómar Ragnarsson, 16.11.2022 kl. 20:52
Þakka þér fyrir svarið Ómar. Þetta er rétt hjá þér, þarna bullar Trump. Hann bullar aðeins meira en aðrir forsetar. Sjarminn þó til staðar.
En ég tel að hann verði ekki aftur forseti. Það bjóst enginn við þessum vinsældum hans 2016, ég held að þessvegna hafi hann verið kosinn upphaflega, því demókratar nenntu ekki á kjörstað og töldu aldrei að hann ynni.
Nú eru þeir dauðhræddir við að hann vinni aftur og mæta á kjörstað.
Ingólfur Sigurðsson, 16.11.2022 kl. 21:23
Mér dettur í hug orðatiltæki
en ef til vill á það bara við íslenskan raunveruleika
sér grefur gröf þótt grafi
Grímur Kjartansson, 16.11.2022 kl. 21:26
Nú ertu að trumpast Ómar! Hahaha....
Birgir Loftsson, 17.11.2022 kl. 16:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.