17.11.2022 | 13:19
Afleiðing "ágengrar" nýtingar og fyrirsjáanlegt orkutap. Aðvörun Zóega.
Um þessar mundir eru greinar og fréttir um brýna nauðsyn nýrra virkjana daglega í fjölmiðlum.
Kyrfilega er skautað fram hjá hinni raunverulegu orsök vaxandi orkuskorts sem Jóhannes Zóega gerði að einum af síðustu orðum sínum í blaðagrein, sem hann ritaði í lok embættisferils síns í Reykjavík.
Í henni varaði hann sterklega við þeirri áráttu til rányrkju, sem viðgengist í jarðvarmavirkjunum hér á landi og hvatti til stefnubreytingar.
Ryrir nokkrum árum sagði Guðni Jóhannesson, þáverandi orkumálastjóri, að sú stefna í nýtingu jarðvarmans væri galin að sóa þessari auðlind með mesta mögulega bruðli við raforkuframleiðslu.
Með slíku færi meira en 80 prósent orkunnar vannýtt út í loftið og rányrkjan með "ágengrir" notkun myndi koma hastarlega í ljós, líkt og gerst hefur á Hellisheiðar-Nesjavalla svæðinu.
Þetta minnir á vísdómsorð, höfð eftir Einsten ef rétt er munað, að ef reyna ætti að lagfæra mistök, þýddi ekki að gera það með sömu hugsun og ollu mistökunum.
Stóriðjustefnan verður ekki leiðrétt með því að bæta í rányrkjuna, sem af henni hefur leitt.
Alvarleg staða varðandi framboð á heitu vatni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Við viljum heitt vatn úr krananum, ljós þegar rofa er smellt og greiðar leiðir til allra átta..... en helst án þess að þurfa að leggja einhver rör, háspennulínur og vegi. Við viljum líka læknana og kennarana sem stóriðjan borgar fyrir okkur, lögregluþjónana og ellilífeyrinn. Bara enga stóriðju. Blómlega útgerð og verslun sem skila engum hagnaði. Og peninga að gjöf frá bönkunum.
Er hin raunverulega orsök vaxandi orkuskorts of mikil orkuframleiðsla eða öfgar í umhverfisvernd þar sem ekkert má gera til að auka framleiðslu? Rányrkja er ekki góð, en er það að kenna henni um að of lítið er framleitt ef til vill nokkuð langt gengið í að fyrra sig ábyrgð og afneitun afleiðinga náttúruverndarbaráttu þar sem ekki má hrófla við hinum minnsta læk eða hraunmola? Ég man ekki hvort eitthvað flott ættarnafn hafi spurt að þessu.
Vagn (IP-tala skráð) 17.11.2022 kl. 21:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.