Hvað um Ólympíuleikana í Berlín 1936?

Stefán Pálsson hefur lýst því að svipað gagnrýnisflóð hafi ráðið ríkjum fyrir HM í Brasilíu og nú hefur verið í aðdraganda HM í Katar, enda óeirðaástand og óöld í Brasilíu í aðdraganda HM. 

Mikið ranglæti, kúgun og fátækt hafi einkennt umræðuna. 

Síðan hafi allt dottið í dúnalogn þegar leikarnir byrjuðu, og telur Stefán líklegt að svipað muni gerast nú í Katar. 

Nefna má annað ekki síðra dæmi; Ólympíuleikaa í Berlín 1936. Þá hafði Adolf Hitler verið einræðisherra í tvö ár, látið drepa helstu forystumenn stormsveita Ernst Rohm á grimmilega hátt 1934, stofnað til illræmdustu fangabúða heims í Dachau, látið ofsækja Gyðinga með það framtíðarmarkmið að útrýma þeim alveg og ráðast inn í Austur-Evrópu og Sovétríkin til þess að gera hina arísku Þjóðverja að yfirburðakynþætti og drottnurum heimsins. 

Margir vildu hverfa frá því að gefa Hitler færi á því að halda leikana, en hann svaraði með því að samþykkja kröfur Ólympíuhreyfingarinnar við framkvæmd leikanna. 

Leikarnir voru haldnir og án þeirra hefði Jesse Owens ekki tætt kynþáttakenningu Hitlers í sig með því að verða maður leikanna með fjögur gull.  

Samt voru þeir það íþróttamót á ferli Owens þar sem hann mátti í fyrsta sinn á ævinni deila hóteli og aðstöðu, þar á meðal búningsklefa og sturtu með hvítum mönnum. 

Þegar heim til Bandaríkjanna kom var Owens ekki boðið í Hvíta húsið eins og venja er og var meinaður aðgangur að fagnaðarsamkomuna í New York. 

Í fjölmiðlum var mikið gert úr því og er raunar enn gert, að Hitler hafi neitað að taka í hönd Owens, en það er ekki rétt, því að það var eitt af skilyrðum Ólympíunefndarinnar að þjóðhöfðingi mætti ekki gera neitt slíkt á leikunum, heldur aðeins setja leikana og vera áhorfandi. 

Í Berlín urðu glæsileg framkvæmd og einstæð afrek íþróttafólksins til þess að vekja hrifningu víða um lönd. Þetta voru tímamótaleikar á marga lund, og til dæmis varð þar til alveg ný og byltingarkennd kvikmyndataka af íþróttamötum, sem heimsbyggðin hefur notið í vaxandi mæli. 

 

 


mbl.is Ríkt múslimaríki sem hlýtur að vera vont
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Grímur Kjartansson

Svo má nú rifja upp að Carter fékk hin og þessi lönd til að sniðganga OL í Moskvu vegna innrásar Sovét í Afganistan
Mjög kaldhæðnislegt miðað við seinni sögu hernáms Afganistan
Danir unnu EM í fótbolta sem þeir fengu óvænt að taka þátt í vegna stríðs í Júóslavíu osv.

Grímur Kjartansson, 20.11.2022 kl. 19:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband