Enn á ný topp sjónvarpsefni úr nýrri átt nútímans.

Enn á ný bauðst næsta óvænt topp sjónvarpsefni í kvöld sem bauð upp á flest það sem prýða má slíkt efni. Þetta var úrslitaleikur EM í handbolta kvenna milli landsliða Danmerkur og Noregs. 

Leikurinn bauð upp á flest það, sem prýða má slíka leiki, hraða, leikbrögð, spennu, sveiflur, baráttu og dramatík. 

Danska liðið hafði forystu upp á nokkur mörk allt undir lok leiksins, 15:12 í hálfleik og allt að fjögurra marka mun þar til aðeins sex mínútur voru eftir. 

Þær mínútur buðu upp á sveiflur með óvæntum snilldartilþrifum og ótrúlegum mistökum í allt til leiksloka, þar sem þær norsku stóðu loks uppi sem sigurvegarar og Evrópumeistarar. 

Gunnar Birgisson lýsti leiknum af stakri prýði og setning lýsingarinnar hraut honum ef til vill af vörum þegar dönsku stúlkurnar áttu misheppnaða sendingu boltans: "...þær senda boltann til Þóris Hergeirssonar, sem er ekki í danska liðinu..." 

Ferill íslenska þjálfarans er einstakur með norska landsliðið og því var setan við sjónvarpið tímans virði. 

Það er nýtt hjá síðuhafa að hafa mesta ánægju af því að horfa á körfubolta karla og handbolta kvenna, eins og orðið hefur raunin að undanförnu. En þetta er nú nútíminn, ekki satt? 


mbl.is Þórir stýrði Noregi til sigurs á EM
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband