21.11.2022 | 07:10
"Lattelepjandi afætur í 101 Reykjavík..."?
Í einum af þáttum Egils Helgasonar um skipulag og byggingar í nokkrum kaupstöðum á Íslandi er þess getið hvernig sumir heimamana gáfu fordóma sína um rithöfunda á borð við Þorberg og Laxness til kynna í því að orða tilvist þeirra á þessum stððum sem hátt slæpingja og ónytjunga.
Orðaskipti eins og: "Skrifa þú bækur?" "Já." "En við hvað vinnurðu?" heyrast enn í dag og í spjallþáttum í útvarpi má enn heyra þeim lýst sem "lattelepjandi afætum og ónytjungar í 101 Reykjavík."
Myndin í viðtengdri frétt á mbl.is af þremur íslenskum glæpasagnahöfundum og fyrirsögnin segja mikið.
Gaman væri ef einhver góður hagfræðingur reiknaði út það framlag, sem þessi bókmenntagrein 21. aldarinar á Íslandi gæfi af sér í beinhörðum gjaldeyri.
Hafa selt 27 milljónir bóka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Skólastjóri í litlu plássi á Suðurlandi sem réði sig í sumarvinnu við Sigölduvirkjun mætti bónda einum á förnum vegi. Og bóndinn segir: "ég frétti að þú værir að fara að vinna,,.
Tryggvi L. Skjaldarson, 21.11.2022 kl. 10:54
Hel þetta hafi eki verið fordómar. Laxness amk var mjög stoltur af því að vera hreppsómagi.
"Gaman væri ef einhver góður hagfræðingur reiknaði út það framlag, sem þessi bókmenntagrein 21. aldarinar á Íslandi gæfi af sér í beinhörðum gjaldeyri. "
Ekki að þú græðir neitt á því... en þetta eru opinberar tölur. Þú bara finnur til höfundana sem eru að selja þarna úti, finnur hvað bækurnar seljast á, dregur frá 70-90% sem kostnað, (fer eftir ýmsu,) og restin fer í vasa höfundar. Sem er svo kannski eytt hér.
Hvort eitthvað af þessu dregur hingað túrista er annað mál. En túristar svo skilja afar lítinn pening eftir hér. Það er ekki leið til að halda uppi hagkerfi.
Ásgrímur Hartmannsson, 21.11.2022 kl. 18:01
"Túristar skilja eftir afar lítinn pening hér." Hagfræðiprófessorar hafa komið að annarri niðurstöðu, sem sýnir að atvinnuvegirnir ferðaþjónusta og sjávarútvegur skila tvöfalt meiri virðisauka inn í hagkerfið en stóriðjan.
Þar veldur eignarhaldið mestu.
Ómar Ragnarsson, 21.11.2022 kl. 21:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.