22.11.2022 | 22:37
Rússland á meirihluta strandlengju Íshafsins.
Ekki þarf annað en að líta á hnattlíkan til að sjá að Rússland á meirihluta þeirrar standlengju sem liggur í kringum Íshafið.
Átökin um Úkraínu hafa skerpt á geópólítískri hernaðarstefnu Rússlands, sem fær óhjákvæmilega útrás í hvers kyns umsvifum á Íshafinu og í löndunum, sem að því liggja.
Sjálfir réttlæta Rússar og fylgismenn þeirra þessa gamaldags nútímaútgáfu af nýlendustefnu með því, að það hafi verið NATO og ESB sem veturinn 2013-2014 hafi byrjað Úkraínuátökin með valdaráni í Úkraínu þegar stjórn landsins hafði sett kúrsinn á að ganga bæði í NATO og ESB.
Monroekenning Bandaríkjamanna frá 1823 hafi verið amerísk útgáfa til brúks í Ameríku.
Rússar herðast sífellt í sinni útgáfu og afleiðingar þess koma því fram í hvers kyns aðgerðum við að efla hernaðarlegt vald sitt við Íshafið.
Ísland liggur við suðvesturjaðar Íshafssvæðisins og því má búast við að áhrif vaxandi siglinga og áhuga á auðlindum og aðstæðu á því svæði muni ná hingað til lands.
Umsvif Rússa aukast á norðurslóðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.