29.11.2022 | 19:14
Er hið "öfluga fjórhjóladrif" óþarfi til þess að kalla bíl lúxus"jeppa."
"Nýi lúxusjeppinn" frá Mercedes-AMG er í kynningu sagður vera með "öflugu fjórhjóladrifi."
Auðvitað ætti það ekki að vera að nauðsynlegt að taka þetta sérstaklega fram, en íslensk bílaumboð hafa nú gert slíka atlögu að notkun orða og skilgreininga varðandi bíla, að leitun er að öðru eins rugli.
Búið er að fara svo illa með hugtakið "jeppi" að það er ekki aðeins orðið marklaust, heldur hreint skrum. Sem dæmi má nefna, að þegar einn hinna nýju rafbíll kom á markað, var hann auglýstur sem "fyrsti rafjeppinn."
Leitun er að meira öfugmæli, því að auglýsti bíllinn var aðeins með drif á framhjólum og ekkert lágdrif, hvað þá umtalsverða veghæð.
Á facebook í dag mátti sjá auglýsingu fyrir ágætan bíl, þar sem því er haldið fram að hann sé "jepp"lingur með allt það sem prýða megi jeppa.
Í hinum þýska Autokatalog 2022 eru tilgreindar átta mismunandi gerðir af þessum bíl og þess sérstaklega getið að hann sé aðeins fáanlegur með framdrif en alls ekki afturdrif, hvað þá hátt og lágt drif !
Steininn tekur þó úr þegar hann er samt auglýstur sem fyrsti crossover bíllinn!
Það er aldeilis nýr fróðleikur, því að svonefndir crossover bílar ruddu byrjuðu að ryðja sér til rúms austan og vestan hafs fyrir 40 árum !
Fyrsti rafdrifni lúxusjeppinn frá Mercedes-AMG | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Nefna má AMC Eagle.
magnús marísson (IP-tala skráð) 29.11.2022 kl. 22:41
Já, og líka Subaru Leone, sem varð vinsæll hér á landi vegna fjórhjóladrifsins, en samt datt engum í hug að kalla hann né Eagle jeppa né Leone jeppa, þótt hann væri með millikassa með háu og lágu drifi.
Ómar Ragnarsson, 30.11.2022 kl. 08:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.