Síðustu áratugir skipta mestu máli varðandi hlýnun loftslags.

Í leit manna að rökum gegn því að gera neitt með hlýnun loftslags er oft leitað ansi langt aftur í tímann, og hafa einstakir andmælendur farið jafnvel milljónir ára aftur í tímann. 

Við blasir að slíkar aðferðir eru gagnslausar, því að um ósambærileg tímabil er að ræða. 

Eina raunhæfa aðferðin er að meta ástandið síðustu áratugi, því að aðstæður mörgum öldum og jafnvel árþúsundum og ármilljónum fyrr voru gerólíkar því sem nú eru þegar mannkynið er komið yfir átta milljarða með öllu því, sem fylgir gríðarlegri neysluaukningu, framkvæmdum og framþróun hinnar miklu fólksfjölgunar.  

 


mbl.is Stefnir í heitasta ár frá upphafi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Að bera saman hvað gerðist áður en þessi mikla fjölgun átti sér stað og nú þegar henni er kennt um er eina raunhæfa leiðin til að sjá hver áhrifin eru raunverulega. Hafi sama þróun átt sér stað fyrir mörgum þúsundum eða milljónum ára er fjölguninni ekki endilega um að kenna nú frekar en þá.

Vagn (IP-tala skráð) 2.12.2022 kl. 13:44

2 Smámynd: Hallgrímur Hrafn Gíslason

Varð litla ísöld 1400-1900 vegna þess að íbúafjölda jarðar snarfækkaði. Eigum við að kenna svarta dauða um að kólnaði.

Ég hélt að hitageislun frá sólinni stjórnaði hita jarðar aðalega jafnt á 21 öldinni og um landnám.

Hallgrímur Hrafn Gíslason, 2.12.2022 kl. 14:39

3 identicon

Ef atburðurinn er ekki einsdæmi er þá rétt að kenna ástandi sem er einsdæmi um og afneita öllum öðrum mögulegum ástæðum?

Vagn (IP-tala skráð) 2.12.2022 kl. 15:37

4 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Ég vil koma hér með skemmtilega kenningu sem dr. Helgi Pjeturss setti fram um skýringar á Litlu ísöld. Hann var reyndar virtur jarðvísindamaður og brautryðjandi í jarðfræði en fór svo útí dulspeki, heimspeki og fleira, stofnandi Nýalshreyfingarinnar. Hann var frekar hlynntur Ásatrú og taldi að mikil og góð andleg áhrif hafi fylgt heiðnum trúarbrögðum. Hann hélt því fram að þegar Ísland og önnur Norðurlönd kristnuðust hafi Litla ísöld komið, því guðirnir væru almáttugir og skorturinn á því að tilbiðja þá hefði valdið minnkandi miskunnsemd og hjálp frá þeirra hálfu. Drepsóttir eins og Svarta dauða taldi hann einnig hafa komið vegna þess að fólk hafi "horfið frá fornum átrúnaði og heiðnum" eins og hann orðaði það nokkurnveginn.

Það er margt sem við vitum ekki um jarðvísindi. Ótrúlegt veðurfar miðað við aðstæður, hamfarir sem verða meiri eða minni en búast mætti við, litlar skýringar á ísöldunum... það sem má fullyrða er að þekking okkar er ekki nægileg enn. Margt vantar inní vísindalegar jöfnur.

Ingólfur Sigurðsson, 2.12.2022 kl. 15:50

5 identicon

Í þætti sem sjónvarpsstöðin ARTE sýndi fyrir nokkru og fjallaði um hnignun Rómaveldis var m.a. sagt frá því að Jústíanus keisari í Býsans hafi ætlað að endurreisa Rómaveldi. Árið 536 var hann kominn með her til Ítalíu og var á leið til Rómar. "Skyndilega myrkvaðist himinninn svo að skin sólar varð eins og af tungli" Jafnframt kólnaði skyndilega. Neyddist Jústíanus til að snúa heim til Konstantínópel með her sinn. En auk þess kom upp mikil drepsótt í öllu ríkinu. Enda þótt Aust-Rómverska ríkið stæði enn í tæp þúsund ár þá bar það ekki sitt barr eftir þetta, enda hófst framgangur Araba og Íslams nokkrum áratugum síðar.

Eftir þetta upphófst langvarandi kuldatíð. Í sjónvarpsþættinum var fullyrt að þessar hamfarir hafi stafað af eldgosi á Íslandi og var þar vísað til rannsókna á klakasýnum úr svissneskum jöklum. 

Hörður Þormar (IP-tala skráð) 2.12.2022 kl. 16:45

6 identicon

Hörður Þormar (IP-tala skráð) 2.12.2022 kl. 16:52

7 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Hvað orkaði á loftslagið áður en hið dulmagnaða og göldrum vædda mannfólk kom fram á sviðið?

Bara spyr.  Óþarfi að líma sig við málverk alveg strax.

Ásgrímur Hartmannsson, 2.12.2022 kl. 19:15

8 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Birt hafa verið gögn um rannsóknir, sem benda til þess að kólnunin og "rökkvunin" sem bitnaði harkalega á Rómaveldi hafi orðið vegna stórs eldgoss í Asíu. 

Fyrirbærið hét Móðuharðindi á Íslandi, en þau harðindi felldu milljónir manna í mörgum heimsálfum. 

Ómar Ragnarsson, 3.12.2022 kl. 00:17

9 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Þegar mengun af mannavöldum bætist við er ástæða til að hafa áhyggjur. Talið er að risaeðlurnar hafi dáið út þegar sólin myrkvaðist eftir að risastór loftsteinn féll á jörðina. 

Það væri rangt að afsaka mengunina sem mannfólk veldur með því að segja að aðrar ástæður séu fyrir mengun einnig, eldgos og fleira mengi jörðina hvort sem er.

Þá væri víst hægt að afsaka alla aðra hegðun mannsins með þessum hætti. Úr því að fólk detti eða rekist í sé til einskis að berjast gegn ofbeldi, til dæmis. Eða úr því að nýjar veirur verði til séu læknavísindin til einskis.

Nei, eigi menningin að vera til að bæta þýðir ekki að undanskilja slíkt svið sem hegðun gagnvart jörðinni, dýrum og jurtum.

Ingólfur Sigurðsson, 3.12.2022 kl. 03:59

10 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Það er rétt Ómar, fyrirbærið kallaðist móðuharðindi hér á landi, enda kennt við þá móðu er lá yfir landinu. Sú móða stafaði þó eingöngu af eldgosi.

Gunnar Heiðarsson, 3.12.2022 kl. 08:19

11 Smámynd: Hallgrímur Hrafn Gíslason

Ómar veðurfar byrjaði að kólna á Íslandi og trúlega allstaðar á norðurhveli jarðar um 300 árum fyrir móðuharðindin.

Hallgrímur Hrafn Gíslason, 3.12.2022 kl. 11:08

12 Smámynd: Hallgrímur Hrafn Gíslason

Eldgosa mengun kælir en svipuð mengun af mannavöldum hitar?????

Hallgrímur Hrafn Gíslason, 3.12.2022 kl. 11:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband