3.12.2022 | 23:10
Hvað er orðið af öllum endurskinsmerkjunum?
Hér á árum áður var rekin öflug áróðursherferð fyrir endurskinsmerkjum á öllum þeim vegfarendum sem voru gangandi og hjólandi í umferðinni.
Rökin lágu í augum uppi, Ísland er á veturna dimmasta land Evrópu og því gat verið um líf og dauða og tefla.
Fyrir viku kom fram í umræðu í tilefna af banaslysi í umferðinni, að verið hefði afar dimmmt á slysstað, og því hefur verið haldið fram í þeirri umræðu, að stórlega kosti á ljósmagn í umferðinni í Reykjavík.
Ekki er lengra síðan en tveir dagar að síðuhafi var á leið akandi heim sín og mátti þakka fyrir að aka ekki tvívegis á fólk, sem gekk ótrautt á móti rauðu ljósi yfir gatnamot, klætt í dökkan fatnað, svo að nær ómögulegt var að sjá það.
Í báðum tilfellum hætti þetta fólk beinlínis lífi og limum fyrir afar lítilfjörlegan ávinning.
Síðuhafi hefur síðustu sex ár ferðast um á mismunandi farartækjum allt frá rafreiðhjóli upp í léttan jöklajeppa og átt leið um allar tegundir gatnakerfisins, götur, stofnæðar, reiðhjólastíga og gangstéttir og sýnileiki vegfarenda er alveg skelfilega lítill og farið minnkandi.
Hvar eru nú öll endurskinsmerkin á fólki og farartækjum, sem svo mikið var barist fyrir hér fyrr á árum?
Athugasemdir
Hjaranleg sammála, jafnvel reiðhjólin og einkarafhlaupahjólin eru ljós og glitlaus
Það er helst að maður sjái leikskólakrakka í göngutúr í endurskinsvestum
Að hluta til held ég að þetta sé vegna hins gífurlega áróðurs gegn einkabílnum
bílstjórarnir eiga bara að passa sig en ég geri bara það sem mér sýnist
Grímur Kjartansson, 4.12.2022 kl. 07:31
Ómar, mjög þörf ábending sem taka verður alvarlega. Sameiginlegt átak
foreldra, lögreglu,tryggingarfélaga og fjölmiðla er nauðsynlegt strax.
Bílstjórar verða að sýna ítrustu gætni við þessar aðstæður sem nú eru
og búast við hverju sem er.
magnús marísson (IP-tala skráð) 4.12.2022 kl. 09:17
Ég hef lent í því oftar en einu sinni, að túristar hafa gert ath.semdir við endurskinsmerki hjá mér: Excuse me, there is something hanging from your back. Halda þá að hrekkjslómur hafi hengt þetta á mig. Verða hissa þegar ég útskýri þetta, en ég upplifi þetta sem frekju og afskiptasemi. Langar til að segja: Mind your own business.
Ingibjörg Ingadóttir (IP-tala skráð) 4.12.2022 kl. 12:11
Talsverður fjöldi hjóla og rafhjólamanna fara frá Hafnarfirði daglega til Reykjavíkur. Þeir eru allvel merktir, en á veturna dugar ekkert minna en gulur galli. Sama ætti og að gilda um þá sem fara stuttar leiðir á rafhjóli. Ljós eru misjafnlega skær og sjáanleg. Sem betur fer virðast krakkar ekki fara af stað á rafhjólum stuttar vegalendir í hálku?
Sigurður Antonsson, 4.12.2022 kl. 18:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.