Samkvæmt spánni vex frostið mikið næstu daga.

Þótt notkun á heitu vatni í Reykjavík sé "sögulegu hámarki" eins og er, og samt þurfi ekki að loka sundlaugum, er spáð mun meira frosti á næstu sólarhringum. 

Nýtt sögulegt hámark er því í kortunum og þar með mætti rökstyðja það að loka sundlaugum þegar það er komið, eða er það ekki?

Nýjustu fréttir herma að vísu að þetta hámark haldist ekki nema í 1-2 sólarhringa, svo að vonir hafa glæðst um að komast megi hjá lokunum. 

Í allri umræðunni er ekkert minnst á þeirri gríðarlegu orku, sem notuð er til framleiðslu á raforku fyrir stóriðjuna og er tekin á ferlega óskilvirkan hátt þar sem meira en 80 prósent orkunnar fer óbeisluð til einskis út í loftið. 

Þessi orka er samt tekin úr sömu orkuhólfum og hitaveituvatnið og í heild er um svonefnda "ágenga orkuvinnslu" að ræða, sem er annað orð yfir rányrkju.

En undir lok viðtals við orkumálastjóra í lok umfjöllunar RÚV í kvöldfréttatíma nefndi hún orðið þó orðið "sjálfbær þróun". 


mbl.is Ekki ástæða til að loka sundlaugum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Í allri umræðunni er heldur ekkert minnst á það gríðarlega afl sem ekki er notað til framleiðslu á raforku fyrir stóriðju, iðnað, heimili og fyrirtæki þar sem 100 prósent rennur óbeislað til sjávar svo ferðamenn geti tekið sér 5 mínútur til að taka myndir áður en aftur er hoppað upp í rútu til að fara að skoða gróðurhús eða busla í Bláa Lóninu.

Vagn (IP-tala skráð) 14.12.2022 kl. 22:25

2 identicon

Sjálfbærni Münchhausen.

Orðið sjálfbærni er tískuorð, einskonar “mantra” aljóðlegs trúarhóps sem hinir trúuðu endurtaka í síbylju. Fjöldi stjórnenda fyrirtækja og stofnana hér á landi hafa ánetjast trúarhópnum, sem heldur því fram að hann séu útvalin til að draga heiminn upp út kviksyndi.

Münchhausen kvaðst hafa dregið sjálfan sig á hárinu og hest sinn upp úr forarvilpu. Með líkum hætti segjast hinir sjálfbæru vera að frelsa heiminn. 

Það er aðeins einn frelsari heimsins, hann heitir Jesús Kristur.

Guðmundur Örn Ragnarsson (IP-tala skráð) 15.12.2022 kl. 18:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband