15.12.2022 | 19:07
"Í húsi óminnishegrans.."
Kom um hríð í dag í eitt af þeim húsum, þar sem er dagvist fyrir heilabilaða og unnið mikilsvert starf í þágu þeirra. Margt bar á góma, meðal annars þessar línur:
Við erum í húsi
óminnishegrans,
sem eirir hér engu,
en er nokkuð fegra
en spjall, orðuð spurn
allt til spakmæla snjallra,
sem lifnuðu og dóu?
Þetta´er leið okkar allra.
Við erum í húsi
elliglapa
en ætlum að þrauka
og tilveru skapa,
njótandi undurs,
umhyggju´og blíðu
og sagnasjóðs lífshlaupa´
í sælu og stríðu.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.