21.12.2022 | 10:16
"Fyrirsjáanleg kuldatíð yfir jólin..." Áratuga "snjómokstursfælni."
Dag eftir dag greindu veðurfræðingar frá því fyrirfram í sibylju að líkur væru á hörðu áhlaupsveðri sl. laugardag, og ekki bara það, heldur væru líkur á kuldatíð fram yfir jól.
En auðvitað gat þetta ekki haggað við borgaryfirvöldum, sem hafa frá því elstu menn muna stundað þá stefnu, að treysta því að hægt sé að komast hjá kostnaði við snjómokstur með því að láta fljótkomna hláku um að grynnka á snjónum.
Snjómokstursfælnin felst meðal annars í því að tækjakostur borgarinnar sé tvöfalt til þrefalt minni miðað við stærð gatnakerfisins en í nágrannasveitarfélögunum.
Í norðanáhlaupinu núna var "flugfært milli Keflavíkur og Reykjavíkur" þótt ófært væri á landi.
Stefnan, sem nefna má "snjómoksturfælni" olli því fyrir nokkrum árum að tugir fólks beinbrotnaði í hálkuslysum á hverjum degi, dag eftir dag.
Það vakti athygli síðuhafa fyrir rúmum 50 árum í vikudvöl í Helsinki að þar var allt gatnakerfið handmokað á hverjum degi til að koma í veg fyrir snjórinn þjappaðist niður af fótum fólks og ökutækjum og yrði að flughálum klaka eins og hér á landi.
Eðlilega bera borgaryfirvöld í Reykjavík ábyrgð á þessu fáránlega ástandi, en ekki bara meirihlutinn, heldur má líka spyrja: Hvar hefur borgarstjórnarminnihlutinn verið allan þann tíma, sem þetta hefur viðgengist?
Snjórinn komið borginni í opna skjöldu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Enn einu sinni sannast það að Reykjavíkurflugvöllur er bráðnauðsynlegur
og alls ekki má skerða hann frekar.
magnús marísson (IP-tala skráð) 21.12.2022 kl. 12:51
Komdu sæll Ómar. Ábendingar þínar eru hárréttar. Það verður aldrei nógsamlega minnt á þá gullnu reglu að setja sem mestan kraft í snjóruðning þegar snjórinn er nýfallinn, til að koma í veg fyrir að hann þjappist niður af fótum fólks og ökutækjum og verði þannig að flughálum klaka eins og nú hefur því miður gerst víða. Þessa gullnu reglu hef ég margoft minnt á þegar þessi mál hafa verið rædd í borgarstjórn eða öðrum ráðum borgarinnar þegar ég hef setið þar. Í febrúar sl. skrifaði ég meðfylgjandi grein um þessi mál í Moggann en sat þá reyndar ekki í borgarstjórn. Það er sama hvað stefnan er góð. Endanleg ábyrgð þessara mála er ætíð hjá borgarstjóra, sem er framkvæmdastjóri sveitarfélagsins. Enginn annar borgarfulltrúi hefur í sjálfu sér boðvald yfir embættismönnum og starfsmönnum borgarinnar en hann.
Kjartan Magnússon (IP-tala skráð) 21.12.2022 kl. 15:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.